Save the Children koma fórnarlömbum flóðanna á Haítí til hjálpar

Talið er að meira en 1.900 manns hafi týnt lífi í flóðunum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Samtökin Save the Children hafa brugðist skjótt við og hafið öfluga neyðaraðstoð á flóðasvæðunum. Sérþjálfaðir starfsmenn samtakanna eru komnir til svæðanna sem urðu verst úti í báðum löndunum og útdeila neyðarskýlum, teppum, vatnshreinsitöflum og öðrum nauðsynjum til þúsunda barna og fjölskyldna þeirra sem lifðu af flóðin.

Talið er að meira en 1.900 manns hafi týnt lífi í flóðunum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Samtökin Save the Children hafa brugðist skjótt við og hafið öfluga neyðaraðstoð á flóðasvæðunum. Sérþjálfaðir starfsmenn samtakanna eru komnir til svæðanna sem urðu verst úti í báðum löndunum og útdeila neyðarskýlum, teppum, vatnshreinsitöflum og öðrum nauðsynjum til þúsunda barna og fjölskyldna þeirra sem lifðu af flóðin.

Bob Laprade, sem stýrir neyðaraðstoð Save the Children, segir að heilu sveitarfélögin hafi einfaldlega lagst í rúst vegna flóða og aurskriðna. „Aðaláhyggjuefnið er hættan á að farsóttir eins og kólera breiðist út vegna skorts á hreinu drykkjarvatni,” segir hann. Þörfin fyrir öflugt hjálparstarf er því mjög brýn á þessum svæðum.
Save the Children hafa starfað á Haítí frá árinu 1985. Rúmlega 120 hjálparstarfsmenn, flestir innfæddir, bæta lífsskilyrði þúsunda barna þar og leggja áherslu á að uppfylla grunnþarfir þeirra um fæðu, heilbrigði og menntun.

Þeim sem vilja styðja starf Barnaheilla – Save the Children og styrkja starfið á Haítí er bent á reikning Barnaheilla 1150-26-4521, kt. 521089-1059, og símanúmer samtakanna 561-0545.