Símalaus sunnudagur 2018

Símalaus sunnudagur 2018
Símalaus sunnudagur 2018

Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi ætla Barnaheill – Save the Children á Íslandi að hvetja landsmenn til þess að hafa símalausan sunnudag. Í því felst að leggja snjallsímanum eða snjalltækinu frá kl. níu til níu þann dag og verja deginum með fjölskyldu eða vinum – símalaus.

Með þessu vilja Barnaheill vekja alla sem nota snjallsíma til vitundar um áhrif af notkun snjallsíma á samskipti og tengsl foreldra og barna. Snjallsímar eru mesta þarfaþing en munum að við stjórnum þeim en þeir ekki okkur. Hægt er að skrá sig til þátttöku hér á vefsíðunni og um leið eiga möguleika á að hreppa glaðning handa fjölskyldunni.