Skólalóðir í Kambódíu hreinsaðar af jarðsprengjum

Save the Children hafa gert samkomulag við samtökin CMAC, Cambodia Mine Action Centre, um að hreinsa skólalóðir í Kambódíu af jarðsprengjum. Markmiðið er að tryggja börnum öruggt umhverfi í og við skólana sem eru í Viel Veng, afskekktu héraði í Kambódíu. Í fyrstu verða þrettán skólalóðir hreinsaðar en síðar munu fleiri bætast við. Slíkt verkefni er mjög tímafrekt og áætlað er að það taki CMAC um sex mánuði að hreinsa svæði sem er um 100 metra breitt og 1,3 kílómetrar að lengd.

Save the Children hafa gert samkomulag við samtökin CMAC, Cambodia Mine Action Centre, um að hreinsa skólalóðir í Kambódíu af jarðsprengjum. Markmiðið er að tryggja börnum öruggt umhverfi í og við skólana sem eru í Viel Veng, afskekktu héraði í Kambódíu. Í fyrstu verða þrettán skólalóðir hreinsaðar en síðar munu fleiri bætast við. Slíkt verkefni er mjög tímafrekt og áætlað er að það taki CMAC um sex mánuði að hreinsa svæði sem er um 100 metra breitt og 1,3 kílómetrar að lengd.

Barnaheill hafa stutt systursamtök sín í Noregi við uppbyggingu grunnskóla í afskekktum héruðum Kambódíu. Þótt borgarastríðinu í Kambódíu sé lokið er enn eftir að hreinsa landið af meira en 10 milljón jarðsprengjum auk óþekkts magns af klasasprengjum. Í Viel Veng var vagga Rauðu Khmeranna. Þar hófst blóðugur ferill þeirra og þar héldu liðsmenn þeirra lengst út, alveg til ársins 2001. Í þessu frumskógarhéraði býr fólk við stöðuga ógn af ósprungnum sprengjum.