Skólanám hefst að nýju á Gasasvæðinu

Mohammad AdallahÞúsundir barna á Gasasvæðinu geta hafið skólanám að nýju eftir að átökum lauk á svæðinu. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, taka þátt í neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu og leggja samtökin mikla áherslu á að börnin snúi sem fyrst aftur í skólana og geti þar með hafið venjubundið líf að nýju. Samtökin hafa tekið þátt í að dreifa kennsluefni, námsbókum og ritföngum til barnanna.

Þúsundir barna á Gasasvæðinu geta hafið skólanám að nýju eftir að átökum lauk á svæðinu. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, taka þátt í neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu og leggja samtökin mikla áherslu á að börnin snúi sem fyrst aftur í skólana og geti þar með hafið venjubundið líf að nýju. Samtökin hafa tekið þátt í að dreifa kennsluefni, námsbókum og ritföngum til barnanna.

Börn eru alltaf saklaus fórnarlömb stríðs og átaka og ljóst að átökin sem áttu sér stað á Gasasvæðinu hafa haft gífurlega mikil áhrif á börnin sem þar búa. Starfsfólk alþjóðasamtaka Barnaheilla, Save the Children, á svæðinu hafa gert nokkurs konar skyndimat á aðstæðum þessarra barna og hafa frumniðurstöður leitt í ljós að bæði börn og kennarar búa við mikla streitu. Mörg barnanna segjast vera hrædd að snúa aftur í skólann og eiga í erfiðleikum með að einbeita sér í náminu. Þar að auki hefur fjöldi skóla eyðilagst eða skemmst í átökunum svo að það þarf einnig að sinna endurbyggingu skólanna og skapa þannig börnunum öruggan stað.

Samtökin stefna að samvinnu við íbúa á svæðinu við að útbúa barnvænleg rými í skólunum þar sem börnin hafa möguleika á að leika sér í öruggu umhverfi sem hjálpar þeim að takast á við þá streitu sem þau glíma við vegna átakanna. Samtökin leggja jafnframt áherslu á að börn, foreldrar og kennarar fái félagssálfræðilegan stuðning.

Mohammad Adallah, er 15 ára drengur í Quastina drengjaskólanum segir m.a. varðandi upplifun og reynslu sína af átökunum að hann sé áhygggjurfullur varðandi menntun sína. “Ég hef ekki þessa sömu tilfinningu gagnvart skólanum og áður. Ég hef ekki lengur löngun til að opna skólabækurnar”. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, hafa starfað á Gasasvæðinu síðan 1953 og hafa unnið að uppbyggingarstarfi og sinnt neyðaraðstoð. Síðan átökin hófust þann 27. desember sl. Hafa samtökin náð að aðstoða rúmlega 44 þúsund manns og helmingur þeirra er börn.