Skotleyfi í skjóli nafnleyndar

Samskipti á internetinu eru orðin eðlilegur hluti af daglegu lífi barna og ungmenna í leik, námi og starfi. Börn eiga samskipti  á samfélagsmiðlum og eignast þar jafnvel nýja vini, sem þau þekktu ekki áður, líkt og var áður fyrr þegar börn eignuðust pennavini, jafnvel eftir auglýsingu í dagblaði. Á netinu er þó ýmislegt að varast, auðveldara er að villa á sér heimildir og vera þar nafnlaus. Flestir foreldrar óttast því þær hættur sem geta leynst á internetinu. Þeir eru oft á tíðum vanmáttugir þar sem þeir þekkja möguleika netsins gjarnan minna en börnin sjálf og eiga erfitt með að grípa inn í sökum þess. Auk þess vita þeir oft ekki hvað er í gangi hjá börnunum.

strakur_vid_tolvuSamskipti á internetinu eru orðin eðlilegur hluti af daglegu lífi barna og ungmenna í leik, námi og starfi. Börn eiga samskipti  á samfélagsmiðlum og eignast þar jafnvel nýja vini, sem þau þekktu ekki áður, líkt og var áður fyrr þegar börn eignuðust pennavini, jafnvel eftir auglýsingu í dagblaði. Á netinu er þó ýmislegt að varast, auðveldara er að villa á sér heimildir og vera þar nafnlaus. Flestir foreldrar óttast því þær hættur sem geta leynst á internetinu. Þeir eru oft á tíðum vanmáttugir þar sem þeir þekkja möguleika netsins gjarnan minna en börnin sjálf og eiga erfitt með að grípa inn í sökum þess. Auk þess vita þeir oft ekki hvað er í gangi hjá börnunum.

,,Mikilvægt er að foreldrar ræði við börn sín og geri þeim grein fyrir hættunum og að ekki gildi aðrar reglur um samskipti á netinu en augliti til auglits,” segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla.

Margrét ræddi um mikla aukningu í myndbirtingum af íslenskum ungmennum á netinu í viðtali á RUV. Þar er bæði um að ræða myndbirtingar þar sem börn og ungmenni eru sýnd á kynferðislegan hátt, sem og kynferðislegt tal og einelti milli jafnaldra. „Sá sem tekur við myndum og dreifir þeim, hann er ábyrgur fyrir því, en sá sem lætur til leiðast að láta taka af sér mynd verður að læra að setja mörk og vera nógu hugrakkur til að segja nei. Standa með sjálfum sér og félögum sínum í að láta ekki undan þrýstingi,“ sagði Margrét í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni hér: Nektarmynd á net eða mæta allsber í partý.

,,Krakkar taka af sér myndir, jafnvel fáklædd eða nakin, og senda öðrum. Stundum undir þrýstingi en stundum af vangá. Um leið og myndin er send öðrum er viðkomandi búinn að missa tökin á því hvort myndin fari í dreifingu á netinu eða ekki. Og þá er ekki aftur snúið, því miður. Fæstir myndu mæta allsberir  partý, en nektarmynd á netinu er eins og að vera alsber í partýi hjá hverjum sem er um ókomin ár. Vitandi af slíkum myndum veldur ungmennum sem í hlut eiga að sjálfsögðu mikilli vanlíðan og mikilvægt er að þau fái aðstoð og stuðning,” segir Margrét.

Í viðtali við mbl.is á dögunum sagði Margrét að heimilistölvan, sem margir höfðu í opnu rými áður hefði vikið fyrir snjallsímum og flestir krakkar væru komnir með netið í vasann. Hún nefndi hættur sem fylgja síðum á borð við ask.is, þar sem hver sem er getur s