Skýrsla Barnaheilla - Save the Children um stöðu mæðra heimsins 2006

Barnaheill - Save the Children í Bretlandi sendu frá sér þ. 8. maí , árlega skýrslu sína um stöðu mæðra í heiminum. Skýrslan skýrir frá því hvar í heiminum staða mæðra sé best og hvar hún sé verst og í henni má sjá samanburð milli 140 landa um velferð mæðra og barna þeirra. Í ár bættust 18 ný iðnvædd ríki í fyrsta sinn á listann, þar á meðal Ísland.

Barnaheill - Save the Children í Bretlandi sendu frá sér þ. 8. maí , árlega skýrslu sína um stöðu mæðra í heiminum. Skýrslan skýrir frá því hvar í heiminum staða mæðra sé best og hvar hún sé verst og í henni má sjá samanburð milli 140 landa um velferð mæðra og barna þeirra. Í ár bættust 18 ný iðnvædd ríki í fyrsta sinn á listann, þar á meðal Ísland.

Ísland er í öðru sæti á listanum yfir þau lönd þar sem velferð kvenna og barna er mest í heiminum.   Íslendingar ásamt Norðmönnum og Svíum skipa þrjú efstu sætin. Þar á eftir koma Nýja-Sjáland og Austurríki en Danmörk og Finnland eru í 6. og 7. sæti.

Bandaríkin eru númer 26 á listanum ásamt Ungverjalandi. Konur og börn hafa það hins vegar verst í Afríkuríkinu Níger og af þeim tíu löndum þar sem staðan er hvað verst eru níu þeirra sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku.

Sem dæmi um þann samanburð sem má sjá í skýrslunni er að dæmigerð sænsk kona sækir skóla í 17 ár og lifir til 83 ára aldurs og eitt af hverjum 150 sænskum börnum ná ekki fimm ára aldri. Í Níger fá konur hins vegar að meðaltali þriggja ára menntun og ná aðeins 45 ára aldri og fjórða hvert barn í landinu deyr. Þetta þýðir að hver móðir missir þar tvö börn á lífsleiðinni.

Staðan í þeim löndum sem eru neðst á listanum er mjög slæm:.

  •   Eitt af þremur börnum þjáist af vannæringu
  • Um 50% íbúanna skortir aðgang að hreinu vatni
  • Aðeins þriðja hver stúlka gengur í grunnskóla
  • Ein af hverjum þrettán mæðrum deyr af barnsförum
  • Nærri fimmta hvert barn nær ekki fimm ára aldri. 

  Skýrslan bendir einnig á að tíu milljónir barna deyja árlega í heiminum fyrir fimm ára aldur úr kvillum sem auðvelt væri að koma í veg fyrir eða að lækna. Lítil framför hefur orðið í baráttunni við barnadauða í 20 fátækum á síðustu fimmtán árum. Í þessum hópi eru börn í Írak, Botsvana og Simbabve og Svasílandi. Í skýrslunni kemur fram að barnadauði sé hvað mestur í þeim löndum þar sem átök hafi geisað undanfarin ár þ.á.m. í Afganistan, Líberíu og Síerrra Leóne.

Bent er á að af þeim tíu milljónum barna sem deyja árlega mætti bjarga sex milljónum með því að nota þá þekkingu og tækni sem fyrir hendi sé í heiminum og án mikils kostnaðar.

Barnaheill- Save the Children hafa verulegar áhyggjur af þessu og haft er eftir Charles MacCormack, framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children í Bretlandi að ef 75 &a