Söfnun vegna neyðaraðstoðar til handa börnum í Súdan

Save the Children standa nú fyrir söfnun til að byggja upp og efla neyðaraðstoð samtakanna í Darfur-héraði í Súdan. Blóðug átök og þjóðernishreinsanir í héraðinu hafa orðið til að þess að rúmlega 1 milljón manns hefur flosnað upp frá heimilum sínum og um 3 milljónir að auki eru í alvarlegri hættu. 

Save the Children standa nú fyrir söfnun til að byggja upp og efla neyðaraðstoð samtakanna í Darfur-héraði í Súdan. Blóðug átök og þjóðernishreinsanir í héraðinu hafa orðið til að þess að rúmlega 1 milljón manns hefur flosnað upp frá heimilum sínum og um 3 milljónir að auki eru í alvarlegri hættu. 

Almennir borgarar eru fórnarlömb skipulagðra og tilviljanakenndra árása og hrekjast á flótta. Fjölskyldur og íbúar heilu þorpanna hafa verið skilin eftir allslaus og á vergangi. Hungur og farsóttir geisa og húsnæði hefur verið brennt og eyðilagt. Fjöldi barna hefur orðið viðskila við fjölskyldur sínar og aftökur, mannrán, nauðganir og annað ofbeldi á almenningi og sérstaklega börnum virðist fara stigvaxandi.
Save the Children leggja sérstaka áherslu á að tryggja velferð barna með því að dreifa til þeirra matvælum, hreinu vatni, grunnlyfjum og vítamínum. Samtökin leggja einnig mikla áherslu á barnavernd á svæðinu til að koma í veg fyrir að börn verði aðskilin frá fjölskyldum sínum. Þá aðstoða þau börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar, meðal annars með því að veita þeim öruggt athvarf.
Save the Children-samtökin hafa starfað í Súdan í um 50 ár og í Darfur-héraði í 15 ár. Þau eru því í góðri aðstöðu til að koma börnum og fjölskyldum þeirra til hjálpar.

Þeim sem vilja styðja starf Barnaheilla – Save the Children og styrkja starfið í Súdan er bent á reikning Barnaheilla 1150-26-4521, kt. 521089-1059, og símanúmer samtakanna 561-0545.