Söfnuðu 400 þúsund krónum fyrir Barnaheill

Börn úr fimm barnakórum afhentu Barnaheillum – Save the Children á Íslandi rúmlega 400 þúsund krónu afrakstur af söfnunartónleikum sem haldnir voru til stuðnings Barnaheillum á dögunum.

IMG_1211_aBörn úr fimm barnakórum afhentu Barnaheillum – Save the Children á Íslandi rúmlega 400 þúsund krónu afrakstur af söfnunartónleikum sem haldnir voru til stuðnings Barnaheillum á dögunum. Tónleikarnir Syngjum saman – stöndum saman, voru haldnir í Langholtskirkju undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur kórstjóra. Friðrik Dór Jónsson söng með börnunum sem voru 220 talsins og komu úr fimm kórum; kórum Neskirkju, Hamraskóla, Lindaskóla, Vogaskóla og Ingunnarskóla.

 

Fjárhæðin sem safnaðist rennur til Vináttu, forvarnarverkefnis Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. Börnin afhentu Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra, afraksturinn á skrifstofu samtakanna á Háaleitisbraut síðastliðinn föstudag.

 

Afhending_nota„Það er gaman að sjá svo ungt fólk leggja sitt af mörkum til að leggja góðum málstað lið,“ segir Erna Reynsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla: „Fyrir