Stefnumót foreldra og barna um hvað ber að varast við notkun nets

Áttu barn eða ungling sem finnst gaman að ferðast um á netinu? Ef svo er þá átt þú og barnið þitt stefnumót við SAFT og Símann á Háskólatorgi, laugardaginn 8. nóvember frá kl. 10.30-14.00. Þar munum við taka á þessum málum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Áttu barn eða ungling sem finnst gaman að ferðast um á netinu? Ef svo er þá átt þú og barnið þitt stefnumót við SAFT og Símann á Háskólatorgi, laugardaginn 8. nóvember frá kl. 10.30-14.00. Þar munum við taka á þessum málum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

 Dagskrá:

Tímasetning: Laugadagur 8/11, kl 10.30-14.00.

Staðsetning: Háskólatorg HT102, Háskóli Íslands

 

Fyrirlesarar og efnistök:

 

•·         10:30 - Kristján L. Möller, samgönguráðherra, setur ráðstefnu

•·         10:40 - Gunnar I. Magnússon (4-D Verslunarskóla Íslands), Birgir Í. Guðbergsson (7 ára í Háteigsskóla), 
                       og Ásta M. Eiríksdóttir (15 ára í Áslandsskóla): "Ég nota netið til
                       þess að..."

•·         10:50 - Hlíf Böðvarsdóttir (SAFT): Félagsnetsíður og netleikir

•·         11:10 - Magnús Bergsson (CCP): Netleikir og framtíð félagsnetsíðna

•·         11:30 - Hlé: Veitingar

•·         12:00 - Páll Ólafsson (félagsráðgjafi hjá Fjölskyldusviði Garðabæjar): Veistu hvað barnið þitt er að skoða á netinu?

•·         12:20 - Haraldur Bjarnason (Fjármálaráðuneytið): eID - rafræn skilríki og netöryggi barna í framtíðinni

•·         12:40 - Björgvin Björgvinsson (Lögregla Höfuðborgarsvæðisins - Kynferðisafbrotadeild): Netið og afskipti lögreglu

•·         13:00 - Sverrir Hákonarson (Síminn): Internetið: Heimur fullur af fróðleik, hættum og ýmiss konar afþreyingu

•·         13:20 - Umræður

 

Fundarstjóri:  Gunnar Helgason, leikari

 

12:00 - CCP - Game Tíví stefnumót

Game Tíví og CCP bjóða yngri þátttakendum á stefnumót um framtíð félagsnetleikja. Þátttakendur fá tækifæri til þess að prófa spila nýja leiki á breiðtjaldi og margt fleira spennandi verður í boði.

 

Eftirtaldir aðila kynna starfsemi sína og nýjungar: CCP, SAFT, Síminn, eTwinning, Mentor.is, Námsgagnastofnun, Skólavefurinn, Game Tíví, Microsoft Íslandi, Leikjavefurinn.is, Leikjaland.is, og Leikjanet.is.