Stuðningur Barnaheilla við menntun barna í Kambódíu

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, vinna að því að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum með menntun. Yfirskrift verkefnisins er á íslensku Bætum framtíð barna en enska heitið er Rewrite the future. 

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, vinna að því að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum með menntun. Yfirskrift verkefnisins er á íslensku Bætum framtíð barna en enska heitið er Rewrite the future. 
Á síðasta ári stóðu Barnaheill - Save the Children á Íslandi að fjáröflunarviðburði til að bæta framtíð barna í Kambodíu og söfnuðust tæpar 8 milljónir króna. Einnig lögðu nemendur í Menntaskólanum við Sund til 100.000 kr.

Börn í Stoeung Trong héraðinu munu njóta góðs af framlaginu, en fyrir söfnunarféið verður unnið að því að fá fleiri börn í afskekktum byggðum til að að sækja skóla, endurmenntunarnámskeið verða haldin fyrir skólastjóra og kennara og byggður verður nýr skóli. Í skólanum verða sex kennslustofur með töflum og skrifborðum fyrir nemendur. Snyrtiaðstöðu, vatnsbrunni og vatnsgeymslu verður einnig komið fyrir.