Tæplega 3 milljónir sýrlenskra barna án menntunar

Skólastarf er nú ein áhættusamasta iðja sem börn og kennarar innan landamæra Sýrlands geta stundað. Enn er ráðist á skóla og þeir eyðilagðir í átökunum sem hafa staðið yfir í vel á fjórða ár og tæplega þrjár milljónir barna eru án menntunar. Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children í norðurhluta Sýrlands verður að minnsta kosti mánaðarlega fyrir truflunum vegna loftárása og sprengiárása.

Skólastarf er nú ein áhættusamasta iðja sem börn og kennarar innan landamæra Sýrlands geta stundað. Enn er ráðist á skóla og þeir eyðilagðir í átökunum sem hafa staðið yfir í vel á fjórða ár og tæplega þrjár milljónir barna eru án menntunar. Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children í norðurhluta Sýrlands verður að minnsta kosti mánaðarlega fyrir truflunum vegna loftárása og sprengiárása. Í júní neyddist starfsfólk til að flýja einn skólanna sem samtökinn vinna í og í ágúst varð annar skóli fyrir árás og skemmdist. Að minnsta kosti 3.465 skólar hafa verið eyðilagðir eða skemmdir í Sýrlandi og margir þjóna nú hlutverki bækistöðva fyrir stríðandi fylkingar.

Skýrsla Barnaheilla – Save the Children um menntun sýrlenskra barna, Futures Under Threat, kom út í dag. Í henni kemur meðal annars fram að:

  • skólar þurfa í auknum mæli að hætta rekstri vegna átakanna
  • skólasókn í Sýrlandi hefur fallið úr næstum 100% frá því átökin hófust og mælist nú næst verst í heiminum. Um 2,8 milljónir sýrlenskra barna eru ekki í skóla
  • allt að helmingur barna sem tóku þátt í rannsókninni og sækja skóla í Sýrlandi sögðu að það gerðist ,,sjaldan” eða ,,aldrei” að þau gætu einbeitt sér í tímum
  • ógnvekjandi tölur koma fram um misnotkun, einelti, líkamlegar refsingar og samfélagsútskúfun hjá sýrlenskum börnum sem eru flóttamenn í nágrannalöndunum

,,Það er skammarlegt að skólar og menntun barna skuli ekki vera virt í átökunum og að líf saklausra barna og kennara sé í hættu. Við þessar aðstæður er ekki að undra að sýrlensk börn heltist úr námi. Alþjóðasamfélagið verður að auka stuðning og tryggja að heil kynslóð sýrlenskra barna glatist ekki,” segir Roger Hearn, svæðisstjóri samtakanna í Sýrlandi.

Skólasókn hefur minnkað um helming á landsvísu frá upphafi átakanna þegar hún var næstum 100%, en á átakasvæðum á borð við Aleppo er hún nú aðeins 6%. Í menntaverkefnum Barnaheilla er brottfall á átakasvæðum og þar sem mikið er um flóttafólk allt að tvisvar sinnum meira en annars staðar.

Börn upplifa í auknum mæli andlegt álag sem hefur áhrif á getu þeirra til að læra. Helmingur barnanna sem tóku þátt í rannsókninni í norðurhluta Sýrlands gátu “sjaldan” eða “aldrei” einbeitt sér í tíma, þriðjungur barnanna gat ekki hlýtt fyrirmælum fullorðinna og næstum helmingur gat ekki einbeitt sér a&