Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla á veitingastaðnum Gló, er sérfræðingur í hollri og góðri næringu. Hún hefur alla tíð passað upp á mataræði barna sinna og telur mikilvægt að sporna við sykurneyslu Íslendinga.

SollaSólveig Eiríksdóttir, eða Solla á veitingastaðnum Gló, er sérfræðingur í hollri og góðri næringu. Hún hefur alla tíð passað upp á mataræði barna sinna og telur mikilvægt að sporna við sykurneyslu Íslendinga.

,,Við gleymum því stundum að það er aldrei of snemmt að koma inn hollum lifnaðarháttum hjá börnum. Bragðlaukar þeirra þróast mjög hratt og þaðþarf að vanda sig frá upphafi með fæðuval til að móta matarsmekkinn. Að sama skapi skiptir miklu máli að venja börn við áferðinni, því hún er sér kapítuli útaf fyrir sig. Ávinningurinn er til langs tíma. Ömmustrákurinn minn kærir sig til dæmis kollóttan um nammi eða súkkulaði þegar við förum í búðina. Þá suðar hann um að fá rauða papriku eða eitthvað álíka. Hann hefur hvorki löngun né þörf fyrir sætindi af því bragðlaukarnir hans eru vanir því sem haldið hefur verið að honum frá upphafi og sykurþörf er ekki til staðar.”

Fyrir utan ömmustrákinn, Ágúst sem er þriggja og hálfs árs, á Solla tvær stelpur. Hún hefur alla tíð passað að bera virðingu fyrir máltíðum þeirra ekki síður en hennar eigin.

„Við fullorðna fólkið eigum það til að gera eitthvað spennandi fyrir okkur, en einfalda um of næringuna sem börnin fá. Það er auðvelt að rétta þeim kex, brauð eða annað hentugt að naga. Við erum svo oft að verðlauna þessi litlu kríli með allskonar sykri sem þau hafa ekkert að gera við og gerir þeim ekkert gagn.“

Rannsóknir sy?na að í samanburði við Norðurlöndin er sykurneysla mest á Íslandi. Hraðinn í nútímasamfélaginu og hagkvæminin setur strik í reikninginn og hollustan situr gjarnan á hakanum. Solla telur mikilvægast að fólk sé meðvitað um að mataræðið skipti máli, rétt eins og góðir mannasiðir. „Það er líka afar mikilvægt að átta sig á því hvað barnið er að fá að borða í leikskóla eða skóla. Oft á tíðum skortir fjölbreytileikann, sérstaklega þegar kemur að grænmeti. Því þarf að skipa fastan sess á heimilinu.“

Solla mælir með grænmetissúpum og „shake-um“ sem góðri leið til að koma grænmeti ofan í börn; „Shake-arnir eru æðisleg lausn því það er auðvelt að lauma grænmeti í þá án þess að börnin setji það sérstaklega fyrir sig. Ágúst litli dy?rkar þessa drykki og við höfum til að mynda komið honum uppá hveitigrasduft með því einu að blanda því útí drykkinn. Fyrst í smáum skö