Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands hefur rannsakað skilnaðarmál og áhrif þess þegar börn eru ekki í samskiptum við annað foreldri sitt. Sigrún hefur áratuga reynslu af barna- og fjölskyldumálum. Hún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd Háskóla Íslands. Hún rekur einnig meðferðarþjónustuna Tengsl í Reykjavík þar sem hún vinnur að meðferð og ráðgjöf með einstaklingum, pörum, foreldrum og fjölskyldum.

Sigrun JuliusdottirÁætlað er að í 10-15% skilnaða lendi börn á milli í deilum þar sem annað foreldrið beitir ýmsum leiðum til að daga úr tengslum barnsins við hitt foreldrið. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar fyrir barnið og flokkast undir andlegt ofbeldi. Yfirleitt er það foreldrið sem barnið býr hjá sem beitir þessum aðferðum. Alvarleiki þessara mála er mismikill, en áætlað er að í um 5% skilnaða þar sem börn koma við sögu sé harkan það mikil að rof verða á tengslum barnsins við hitt foreldrið. Oftast er það foreldrið sem barnið býr hjá sem beitir þessum aðferðum gegn barninu og hinu foreldrinu. Birtingarmyndirnar geta verið allt frá því að barnið heyri stöku sinnum talað illa um hitt foreldrið, til þess að upplifa herferð sem það dregst inn í og verður til þess að samskiptin við hitt foreldrið veikjast eða falla alveg niður.

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands hefur rannsakað skilnaðarmál og áhrif þess þegar börn eru ekki í samskiptum við annað foreldri sitt. Sigrún hefur áratuga reynslu af barna- og fjölskyldumálum. Hún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd Háskóla Íslands. Hún rekur einnig meðferðarþjónustuna Tengsl í Reykjavík þar sem hún vinnur að meðferð og ráðgjöf með einstaklingum, pörum, foreldrum og fjölskyldum.

Sigrún segir tálmun á umgengni lengi hafa viðgengist. Ástæðuna telur hún valdaátök í samböndum og tilfinningatogstreitu. Einnig séu í sumum tilfellum um að ræða persónuleikaröskun hjá öðru foreldri eða báðum. Í þeim tilfellum sé oft ekki vilji eða geta til að komast að samkomulagi sem geri stöðuna oft sérstaklega erfiða fyrir það foreldri sem ekki fer með forsjá. Tálmun á umgengni barns við annað foreldri sé réttindabrot gagnvart barninu og börn eigi bæði siðferðilegan og lögfestan rétt á umgengni við báða foreldra sína. Skýrt er kveðið á um þetta í 46. grein barnalaga og að sú skylda hvíli á báðum foreldrum að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur. Ráðgjöf sé því mjög mikilvæg til að koma í veg fyrir slíka þróun eftir skilnað: „Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn ef ráðgjöf hefst snemma í skilnaðarferlinu. Við sjáum að þessum hörðu tilfellum sem telja um það bil 15% skilnaðarmála má fækka umtalsvert með ráðgjöf. Rannsókn sem ég hafði umsjón með s&y