Þrjú ráðuneyti styðja netöryggisverkefnið SAFT

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi gerðu í dag tímamótasamning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við SAFT verkefnið til ársloka 2014.

Samningurinn var undirritaður við athöfn í Langholtsskóla í morgun og snýr að rekstri SAFT verkefnisins á Íslandi.

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi gerðu í dag tímamótasamning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við SAFT verkefnið til ársloka 2014.

Samningurinn var undirritaður við athöfn í Langholtsskóla í morgun og snýr að rekstri SAFT verkefnisins á Íslandi. Markmið SAFT er að reka vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun Netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Barist er gegn ólöglegu efni á Netinu og börnum og ungmennum veitt aðstoð í gegnum hjálparlínu. Mikið er lagt upp úr samstarfi við Norðurlöndin og jafnframt er verkefnið hluti af netöryggisáætlun Evrópusambandsins sem nær til allra landa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Öflugt starf er unnið á vegum SAFT á sviði forvarna og fræðslu. Kannanir sýna fram á góðan árangur verkefnisins á Íslandi og aukna vitundarvakningu um öryggi í netnotkun. Til marks um þetta voru þrjú verkefni á vegum SAFT á Íslandi nýlega valin meðal þeirra bestu í Evrópu á sínu sviði. Ungmennaráð SAFT hefur einnig vakið athygli fyrir vasklega framgöngu, meðal annars í jafningjafræðslu og með þátttöku í þróun rafrænna skilríkja sem nýst geta á samfélagssíðum á borð við Facebook. Ungmennaráðið tók þátt í að stofna Nordic Youth IGF (Internet Governance Forum - norrænt ungmennaráð um stjórnsýslu Internetsins) með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Á þennan hátt hefur SAFT-verkefnið átt frumkvæði að því að mynda samráðsvettvang um Netið á Íslandi.

Þrjú verkefni sameinast í SAFT; hjálparlína, ábendingalína og vakningarátak. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt sérstaka áherslu á vakningarátaksverkefni og innanríkisráðuneytið hefur lagt áherslu á verkefni tengd hjálparlínu og ábendingalínu, meðal annars með áframhaldandi samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun og Ríkislögreglustjóra.

Við athöfnina, sem sett var af Hreiðari Sigtryggsyni, skólastjóra Langholtsskóla, flutti hópur nemenda tónlistaratriði við mikinn fögnuð gesta. Að því loknu kynnti Ketill B. Magnússon, formaður Heimilis og skóla, efni samningsins, sögu verkefnisins og helstu verkefni sem fyrir liggja. Til stóð að Hafþór Líndal, fulltrúi ungmennaráðs SAFT, héldi stutt erindi og afhenti ráðherrum eintak af skýrslu Norræna ungmennaráðsins um stefnumótun á netinu, en Hafþór var veðurtepptur á Akureyri og komst því ekki. En hann dó ekki ráðal