Tómstundir eru of kostnaðarsamar

Því miður fá mörg börn ekki tækifæri til að stunda tómstundir vegna mikils kostnaðar, hvort sem um er að ræða tómstundir sem snúa að listum, íþróttum eða öðrum félagsstörfum.

Ingibjjörg og HerdísÞví miður fá mörg börn ekki tækifæri til að stunda tómstundir vegna mikils kostnaðar, hvort sem um er að ræða tómstundir sem snúa að listum, íþróttum eða öðrum félagsstörfum. Aukakostnaður sem fylgir, svo sem fyrir æfingagjöld, íþróttaföt, skó, hljóðfæri og fleira getur verið umtalsverður. Síðan bætast við keppnis- og æfingaferðir. Kostnaður foreldra vegna þessa getur hlaupið á hundruðum þúsunda á ári.

Þessi þróun er virkilega slæm þar sem margir kynnast sínum bestu vinum í tómstundastarfi, læra þar skipulag því tómstundir skapa rútínu og gjarnan er talað um að börn sem stundi tómstundir af einhverju tagi standi sig yfirleitt vel í skóla. Tómstundir eru miklu meira en bara stundir sem fylla upp í tóman tíma. Þetta eru oftar en ekki tímar sem börn og unglingar leggja allan sinn metnað í og mikil félagsmótun á sér stað í öllu tómstundastarfi.

Samkvæmt 31. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi, eiga börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra – og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Aðildarríki skulu efla rétt barna til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt í þessum málum.

Það er gríðarlega mikilvægt að lækka tómstundakostnað, því jafnvel þó allir eigi kost á að nýta sér frístundastyrki þarf að styðja betur við þá foreldra sem ekki hafa efni á að senda börn sín í hvers kyns tómstundir. Annars er hætta á að þessi börn fái ekki að stunda tómstundir og fara þá á mis við mikið uppbyggilegt starf sem þar á sér stað. Margir vita að tómstundir eru góð forvörn gegn óæskilegum áhrifum og þar öðlast börn reynslu sem nýtist þeim vel í lífi þeirra. Kostnaður við tómstundir á því ekki að vera það hár að börn geti ekki iðkað þær, því börn eiga að hafa jafnan rétt í þessum málum óháð fjárhag foreldra sinna.

Það má ekki líta svo á að dýrt sé að styðja við börn í þeim málum sem þau varða og eru þeim mikilvæg. Því einstaklingar dafna þegar þeir fá að þróa sín áhugasvið.

Að fjárfesta í ungum og upprennandi einstaklingum samfélagsins mun þv&iacu