Tveir starfsmenn Save the Children láta lífið í Darfur

Tveir starfsmenn Save the Children létust og einn særðist lífshættulega þegar bifreið samtakanna varð fyrir jarðsprengju sl. sunnudag í Norður-Darfur í Súdan. Þau hétu Rafe Bullick, breskur verkefnastjóri, og Nourredine Issa Tayeb, súdanskur verkfræðingur.

Tveir starfsmenn Save the Children létust og einn særðist lífshættulega þegar bifreið samtakanna varð fyrir jarðsprengju sl. sunnudag í Norður-Darfur í Súdan. Þau hétu Rafe Bullick, breskur verkefnastjóri, og Nourredine Issa Tayeb, súdanskur verkfræðingur.

Mike Aaronson, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi, vottaði fjölskyldum þeirra samúð sína og lofaði störf þeirra. „Engin orð geta lýst þessum mikla missi. Með störfum sínum í Norður-Darfur linuðu þau þjáningar fjölda barna og fjölskyldna sem höfðu orðið illa úti vegna átakanna í héraðinu.“
Rafe var fæddur árið 1970 og hafði unnið fyrir Save the Children frá því í júní 2004 sem verkefnastjóri í Norður-Darfur. Áður hafði hann unnið fyrir samtökin sem ráðgjafi í Mozambique og fyrir önnur félagasamtök á Indlandi og í Bangladess. Nourredine var 41 árs og lætur eftir sig eiginmann og fimm börn. Hún hafði unnið fyrir Save the Children-samtökin í þrjú ár. Þriðji starfsmaðurinn, bílstjórinn Abakar Youssif, liggur nú þungt haldinn á spítala með alvarleg brunasár.