Um 60.000 börn heimilislaus eftir jarðskjálfta í Kína

Um það bil 80 létust, 700 slösuðust og 60.000 börn eru heimilislaus eftir að tveir jarðskjálftar riðu yfir í Yunnan og Guizhou héruðum í Kína á laugardaginn. Skjálftarnir mældust 5,7 og 5,6 stig og kostuðu skemmdir á meira en 430.000 heimilium, samkvæmt yfirvöldum á staðnum.

Um það bil 80 létust, 700 slösuðust og 60.000 börn eru heimilislaus eftir að tveir jarðskjálftar riðu yfir í Yunnan og Guizhou héruðum í Kína á laugardaginn. Skjálftarnir mældust 5,7 og 5,6 stig og kostuðu skemmdir á meira en 430.000 heimilium, samkvæmt yfirvöldum á staðnum.

„Fréttir herma að börn hafi látist í skólum. Bekkjarfélagar og önnur börn af skjálftasvæðunum munu þurfa sérstakan stuðning, bæði í formi brýnustu nauðsynja og sálfræðiaðstoðar,“ sagði Pia MacRae, landsstjóri Save the Children í Kína; „Heimilislaus börn þurfa hlý föt, heitan mat og hreint vatn. Eftirskjálftar og rigning sem spáð er næstu daga geta hins vegar orsakað aurskriður og gætu tafið hjálparstarf.“

Yfirvöld á staðnum hafa sent björgunarlið til aðstoðar með tjöld, teppi, dýnur og yfirhafnir.

Save the Children International starfrækja önnur verkefni á skjálftasvæðinu. Samtökin hafa unnið í Kína í næstum 25 ár og hafa tekið þátt í neyðarhjálp í 15 tilfellum.