Umfangsmikil neyðaraðstoð í Írak

Save the Children samtökin taka nú þátt í umfangsmikilli neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur þeirra í Írak.

Save the Children samtökin taka nú þátt í umfangsmikilli neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur þeirra í Írak.

Starfsfólk samtakanna hefur á undanförnum dögum m.a. dreift sjúkragögnum á spítala og heilsugæslustöðvar í Bagdad, Mosul og Kirkuk. Meginmarkmiðið með neyðaraðstoðinni í landinu er að halda dánartíðni barna í lágmarki og draga úr sýkingarhættu. Talið er að um 500.000 írösk börn þjáist af næringarskorti sem leiðir til þess að þau hafa minni mótstöðu gegn sjúkdómum en ella. Nú þegar hefur fjöldi barna veikst vegna mengaðs neysluvatns. Þá hafa Save the Children samtökin verið beðin um að aðstoða við endurreisn 20 skóla og leikskóla í Mosul sem urðu illa úti ýmist í bardögum eða vegna gripdeilda. Samtökin senda reglulega fréttir frá Írak og má fylgjast með þeim hér.