Undirskriftasöfnun gegn Ebólu

Undirskriftasöfnun Barnaheilla - Save the Children gegn Ebólu er hafin. Henni er ætlað að þrýsta á þjóðarleiðtoga G20 ríkjanna um að beita sér gegn Ebólu faraldrinum. Fundur G20 ríkjanna verður í Brisbane í Ástralíu þann 15. nóvember. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er hægt að hefta útbreiðslu Ebólu fyrir áramót verði gripið í taumana fyrir fundinn.

Undirskriftasöfnun Barnaheilla - Save the Children gegn Ebólu er hafin. Henni er ætlað að þrýsta á þjóðarleiðtoga G20 ríkjanna um að beita sér gegn Ebólu faraldrinum. Fundur G20 ríkjanna verður í Brisbane í Ástralíu þann 15. nóvember. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er hægt að hefta útbreiðslu Ebólu fyrir áramót verði gripið í taumana fyrir fundinn.

Þar sem um er að ræða 20 umsvifamestu iðnríki heims, gegna þjóðarleiðtogar þeirra afar mikilvægu hlutverki í að koma böndum á útbreiðslu sjúkdómsins með fjármagni fyrir aðföngum og eflingu heilbrigðisstarfs. Þó að sumar ríkisstjórnir hafi lagt sitt af mörkum er enn langur vegur í að alþjóðasamfélagið vinni markvisst að því að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.

Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children í Guineu, Líberíu og Síerra Leóne vinnur við afar erfiðar kringumstæður gegn Ebólu og aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra sem eru í neyð.

Hjálpið okkur að útrýma Ebólu og skrifið undir hér.