Ungmennaráð funda með allsherjarnefnd Alþingis

ungmennar__fundi_allsherjarnefndar_171109.jpgMeðlimir úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) funduðu í gær, 17. nóvember, með allsherjarnefnd um þátttöku og áhrif barna og ungs fólks í íslensku samfélagi. Fundurinn er haldinn í tilefni af afmælisviku Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  

Meðlimir úr ungmennaráðum Barnaheilla, umboðsmanns barna og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) funduðu í gær, 17. nóvember, með allsherjarnefnd um þátttöku og áhrif barna og ungs fólks í íslensku samfélagi. Fundurinn er haldinn í tilefni af afmælisviku Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  

 

Samskiptagátt opnuð


Ungmennaráðin hittu allsherjarnefnd á nefndarsviði Alþingis í gærmorgun til að ræða hvernig bæta megi þátttöku barna og áhrif  þeirra í samfélaginu. Í 12. grein Barnasáttmálans segir: „Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varðar, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.” Með fundinum vilja ungmennaráðin og allsherjarnefnd heiðra þetta ákvæði sáttmálans ásamt því að opna fyrir samskipti þingnefnda við börn og ungt fólk sem sérstakan hagsmunahóp.

 

Þátttaka barna og ungmenna að aukast


Tækifærum barna og ungmenna til þátttöku í samfélaginu hefur fjölgað þónokkuð á síðastliðnum árum. Starfsemi ungmennaráða hefur rutt sér til rúms hér á landi í mörgum sveitarfélögum, grunnskólum er skilt að lögum að stofna nemendafélög og fulltrúar nemenda eiga sömuleiðis lagalegan rétt á setu í skólaráðum. „Möguleikar ungs fólks til þátttöku í íslensku samfélagi hafa aukist á liðnum árum. Nú þurfum við að bæta gæði þessarar þátttöku.” Sagði Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri skóla- og ungmennastarfs Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Ákvörðun allsherjarnefndar um að funda með ungmennaráðunum er mjög gott framtak, sem þingnefndir munu vonandi nýta sér í auknum mæli þegar þær fjalla um mál sem varða börn” sagði Bergsteinn ennfremur.
 

Stuðlað að réttindabótum fyrir íslensk börn og ungmenni

Enginn mannréttindasamningur hefur verið fullgiltur af jafn mörgum ríkjum og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan tvö, hafa fullgilt samninginn. Hérlendis hefur Barnasáttmálinn stuðlað að ýmsum mikilvægum réttindabó