Uppeldi sem forvörn - morgunverðarfundur

Byrjum brunninn uppeldi sem forvörn, er yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum hópsins sem haldinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Fundurinn hefst klukkan 08:15 og stendur til kl 10:00.

Byrjum brunninn uppeldi sem forvörn, er yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum hópsins sem haldinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Fundurinn hefst klukkan 08:15 og stendur til kl 10:00.

Framsöguerindi

Þroski og velferð æskunnar - Uppeldisaðferðir foreldra. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor Menntavísindasvið HÍ.

PMT- Oregon aðferð til að styrkja færni íslenskra foreldra.  Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri PMTO á Íslandi 

Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar - Lone Jensen, þroskaþjálfi hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar.

Opnar umræður verða á eftir erindum.

Fundarstjóri er Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. 

 

Skráning fer fram á heimasíðu Náum áttum.

Þátttökugjald er kr. 1.800 sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í verðinu. Fyrirtæki eða stofnanir geta fengið sendan reikning fyrir þátttökugjaldi gegn beiðni sem skilað er á staðnum. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.