Út að borða fyrir börnin hefst í dag

Út að borða fyrir börnin
Út að borða fyrir börnin

Í dag, 15. febrúar, hefst fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Fjölmargir veitingastaðir leggja samtökunum lið með því að láta hlutfall af verði valinna rétta renna til starfs samtakanna sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi.

Með því að fara Út að borða fyrir börnin styður þú verkefni Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi.

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi – líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og vernd gegn einelti og vanrækslu.

Helstu verkefni Barnaheilla gegn ofbeldi á börnum eru:

  • Forvarnaverkefnið Vinátta þar sem unnið er gegn einelti í leik- og grunnskólum
  • Rekstur ábendingahnapps um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samvinnu við ríkislögreglustjóra
  • Fræðsla um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  • Vernd gegn stafrænu kynferðisofbeldi
  • Vitundarvakning, fræðsla og ráðgjöf
  • Þrýstingur á yfirvöld um að lög tryggi börnum vernd gegn ofbeldi

Hér má sjá hvaða veitingastaðir taka þátt í verkefninu.