Út að borða fyrir börnin

15. febrúar til 15. mars nk. rennur hluti af ágóða fjölda veitingastaða til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Ísland, sem lúta að verndun barna gegn ofbeldi.

15. febrúar til 15. mars nk. rennur hluti af ágóða fjölda veitingastaða til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Ísland, sem lúta að verndun barna gegn ofbeldi.

Alls hafa þrettán veitingastaðir nú þegar ákveðið að taka þátt í verkefninu sem hefst þriðjudaginn 15. febrúar og stendur til 15. mars nk. Með kaupum á tilteknum réttum, eru viðskiptavinir að tryggja að hluti af verði þeirra renni til verndar barna í gegnum mannréttindasamtök barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Börn eru gullmolar, fjársjóður hverrar þjóðar. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn fá tækifæri til að skína. Því miður er staðreynd að ofbeldi gegn börnum viðgengst á Íslandi og tekur á sig margvíslegar myndir; líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, einelti og vanræksla.  Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er sá sáttmáli sem staðfestur hefur verið af flestum þjóðum eða 192, og var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Eitt af grundvallargildum Barnasáttmálans er vernd barna og réttur þeirra til lífs.

Veitingastaðirnir sem þegar hafa ákveðið að taka þátt í þessum mánuði barnanna eru Caruso, Dominos, Grill66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Nauthóll, Pizza Hut, Saffran, Serrano, Skrúður, Subway og Taco Bell

Barnaheill – Save the Children eru leiðandi frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna um allan heim. Þau hafa verið starfandi á Íslandi í ríflega 20 ára og leiðarljós í öllu starfi samtakanna er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægur hluti í starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er verndun barna gegn ofbeldi hvaða nafni sem það nefnist. 

Það er á ábyrgð samfélagsins alls að gæta þess að öll börn fái að skína.

Vertu með og farðu út að borða, fyrir börnin!