Utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við sáttmála um að binda enda á hungur í heiminum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti í dag yfir stuðningi íslenska ríkisins við megin markmið sáttmála félagasamtaka um heim allan um það hvernig beri að binda enda á hungur í heiminum (e. Charter to end extreme Hunger).

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti í dag yfir stuðningi íslenska ríkisins við megin markmið sáttmála félagasamtaka um heim allan um það hvernig beri að binda enda á hungur í heiminum (e. Charter to end extreme Hunger).

Í máli ráðherra í dag kom fram að þróunarsamvinnuáætlun íslenskra stjórnvalda gerir ráð fyrir fjórum megin stoðum og ein þeirra er neyðaraðstoð. Þá hefur utanríkisráðherra brugðist við hungurvandamálinu í heiminum með öflugum stuðningi við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök en á árinu 2012 verður 175 milljónum króna varið til starfsemi þeirra.

Yfirlýsingin í dag tengist útkomu nýrrar skýrslu Barnaheilla – Save the Children, A Life Free from Hunger – Tackling malnutrition. Þar kemur m.a. fram á hverri klukkustund dagsins deyja 300 börn af völdum vannæringar og um 170 milljónir barna búa við vannæringu dag hvern. Össur Skarphéðinsson fagnaði því sáttmála félagasamtaka um það hvernig beri að binda enda á hungur í heiminum.

„Ég fagna þessu framtaki og styð einlæglega það mikilvæga mannúðarstarf sem unnið er af Barnaheill – Save the Children og öðrum félagasamtökum sem að sáttmálanum standa,“ sagði Össur. „Ég hef leitast við að styðja baráttuna við hungur í heiminum á alþjóðavettvangi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem sótt er fram að fyrsta þúsaldarmarkmiði S.þ. um útrýmingu hungurs, auk þess sem ég stóð að yfirlýsingu leiðtogafundar FAO árið 2009 um að útrýma hungri með öllu fyrir árið 2025.“

Hér má sjá yfirlýsingu ráðherra í heild sinni