Vel sóttur kynningarfundur Barnaheilla á Akureyri.

barnaheillogskolastefna.jpgYfir 50 manns sóttu fund Barnaheilla á Akureyri þ. 21. febrúar sl, þar sem kynntar voru niðurstöður úttektar sem Barnaheill létu gera sumarið 2007 um menntun fagstétta varðandi vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Meðal þáttakenda voru nemendur Háskólans á Akureyri, kennarar hinna ýmsu brauta háskólans og aðrir sérfræðingar, kennarar leik- og grunnskóla, ásamt fulltrúum frá félagsþjónustunni á Akureyri og skólaskrifstofu. Umræður voru góðar og kom fram mikill áhugi hjá háskólafólki á Akureyri um að móta stefnu og bæta kennslu í þessum málum.

barnaheillogskolastefna2.jpgYfir 50 manns sóttu fund Barnaheilla á Akureyri þ. 21. febrúar sl, þar sem kynntar voru niðurstöður úttektar sem Barnaheill létu gera sumarið 2007 um menntun fagstétta varðandi vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Meðal þáttakenda voru nemendur Háskólans á Akureyri, kennarar hinna ýmsu brauta háskólans og aðrir sérfræðingar, kennarar leik- og grunnskóla, ásamt fulltrúum frá félagsþjónustunni á Akureyri og skólaskrifstofu. Umræður voru góðar og kom fram mikill áhugi hjá háskólafólki á Akureyri um að móta stefnu og bæta kennslu í þessum málum.

Helstu niðurstöður og það sem helst vakti athygli og kom fram í umræðum var eftirfarandi:

  • Engin heildstæð stefna er í íslenskum háskólum hvað varðar kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
  • Ýmsar námsbrautir háskóla fjalla lítið sem ekkert um kynferðislegt ofbeldi í sínu grunnnámi, heldur einungis í framhaldsnámi eða í valáföngum. Því geta nemendur útskrifast úr námi og farið að vinna með börnum eða að málefnum þeirra án þess að hafa fengið fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
  • Enn sem komið er  virðist það fara að mestu eftir áhuga hvers kennara hvort og hvernig er fjallað um málefnið

     

  • Fagstéttir, sem vinna með börn, svo sem kennarar, hafa ekki þekkingu á málefninu og því er mikilvægt að haldin séu námskeið fyrir starfandi stéttir

     

  • Áætlanir verði gerðar innan skóla og í skólanámskrá sé kveðið á um forvarnir og fræðslu og hvernig bregðast skuli við ef grunur vakanar um að barn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

Barnaheill telja mikilvægt að fagaðilar stilli saman strengi, stefna sé mörkuð og kennsla sé aukin, bæði innan háskólastofnananna, svo og símenntun til starfandi stétta.