Er hagsmunum barna gætt í nýju frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum? Leitast verður svara við þessum spurningum á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins miðvikudaginn 1. október næstkomandi klukkan 8:15-10 á Grand Hótel Reykjavík.
Er hagsmunum barna gætt í nýju frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum? Leitast verður svara við þessum spurningum á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins miðvikudaginn 1. október næstkomandi klukkan 8:15-10 á Grand Hótel Reykjavík.
Frummælendur eru:
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi
Hvað segja rannsóknir um aukið aðgengi að áfengi? - Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur
Markaðsáhrif á börn - Árni Guðmundsson, lektor í tómstundafræðum við HÍ
Fundarstjóri er Rafn Jónsson
Skráning er á www.naumattum.is
Þátttökugjald er 2.100 krónur sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu. Ath! Fyrirtæki eða stofnanir geta fengið sendan reikning fyrir þátttökugjaldi einungis gegn beiðni sem skilað er á staðnum. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
