Verkefni Barnaheilla í Norður-Úganda

Verkefnum Barnaheilla til uppbyggingar og menntunarmála í Norður-Úganda er að ljúka. Útgönguáætlun er nú á lokastigi en áður en hún hófst var gerð óháð úttekt á verkefnunum.

N-úganda hópurVerkefnum Barnaheilla til uppbyggingar og menntunarmála í Norður-Úganda er að ljúka. Útgönguáætlun er nú á lokastigi en áður en hún hófst var gerð óháð úttekt á verkefnunum. Stella Samúelsdóttir, ráðgjafi og sérfræðingur í úttektum á þróunarsamvinnuverkefnum, var fengin til starfsins í mars 2014. Niðurstöðurnar voru kynntar bæði í Utanríkisráðuneytinu og fyrir stjórn Barnaheilla síðar um vorið. Úttektin náði fyrst og fremst til verkefnis sem hófst árið 2010 og lauk síðla árs 2013 en meginmarkmið þess verkefnis var að bæta aðgengi að menntun og bæta gæði menntunar í heilbrigðu, öruggu og jákvæðu umhverfi í fjórum skólum í Pader og Agago héruðum í Norður-Úganda. Aðgengi að skólamáltíðum var bætt inn í verkefnið árið 2013 en tilgangur þess var að bæta mætingu og árangur í námi með því að bjóða upp á næringarríkar máltíðir. Einnig var unnið að því að auka þekkingu á næringu og hreinlæti innan skólanna. Úttektin var framkvæmd þannig að Stella heimsótti alla fjóra skólana sem um ræddi og talaði við skólayfirvöld, kennara, nemendur og foreldra, ásamt því að ræða við samstarfsaðila Barnaheilla á svæðinu. 

Það er gleðilegt að segja frá því að niðurstaða úttektarinnar var á þá leið að langflestum markmiðum verkefnisins var náð, bæði hvað varðar samsvörun og skilvirkni. Sú staðreynd varð reyndar til þess að ný vandamál sköpuðust með auknum nemendafjölda þar sem álagið varð meira á skólana. Sem dæmi má nefna að uppbygging hreinlætisaðstöðu dugði oft á tíðum ekki á þeim stöðum þar sem nemendafjöldi hafði aukist mest. Einnig var ljóst að ekki náðist að koma á skólamáltíðum í öllum skólunum meðal annars vegna þess að ekki var nægt fjármagn til uppbyggingar framtíðarskólaeldhúsa. 

Því var ráðist í að gera svokallaða útgönguáætlun (exit plan) sem ætlað væri að aðlaga skólana þannig að þeir væru sem mest sjálfbærir eftir að verkefninu lyki alveg. Markmið útgönguáætlunarinnar voru gerð í samræmi við niðurstöður útttektarinnar og voru eftirfarandi: 

Gera við borholu fyrir vatn við Lamiyo skólann 

Bæta við handþvottaaðstöðu við alla skólana fjóra 

Byggja upp nýjar salernisaðstöður í öllum skólunum fjórum þar sem gert er r&