Viðurkenning Barnaheilla

Fimmtudaginn 20 nóvember munu Barnaheill, Save the Children á Íslandi,veita sína árlegu viðurkenningu Barnaheilla . Athöfnin fer fram í Iðnó og hefst kl. 12:30. Viðurkenningin er veitt fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Með henni vilja Barnaheill vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindum barna.

Fimmtudaginn 20 nóvember munu Barnaheill, Save the Children á Íslandi,veita sína árlegu viðurkenningu Barnaheilla . Athöfnin fer fram í Iðnó og hefst kl. 12:30. Viðurkenningin er veitt fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Með henni vilja Barnaheill vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindum barna.

Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmálans, 20. nóvember, en þann dag árið 1989 var hann samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill, Save the children, eru alþjóðleg mannréttinda- og hjálparsamtök sem vinna í þágu barna og hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi.