Viðurkenning Barnaheilla

Afhending viðurkenningar Barnaheilla á Íslandi fer fram í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 20. nóvember kl. 12. Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmálans, en í ár eru 20 ár síðan hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill veita árlega viðurkenningu á þessum degi til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna.

Afhending viðurkenningar Barnaheilla á Íslandi fer fram í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 20. nóvember kl. 12. Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmálans, en í ár eru 20 ár síðan hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill veita árlega viðurkenningu á þessum degi til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna.

Viðurkenningin er veitt einstaklingum eða stofnunum sem hafa unnið sérstaklega að málefnum barna, og hafa með starfi sínu bætt réttindi og stöðu barna. Helgi Ágústsson, formaður Barnaheilla mun gera grein fyrir hver hlýtur viðurkenninguna í ár. Tómas Gauti Jóhannsson nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð afhendir viðurkenninguna. Nemendur í tónlistarskóla Seltjarnarnesbæjar verða með tónlistaratriði. Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla stýrir athöfninni.