Vinátta - Næstu námskeið verða 10. og 16. júní

 

Næstu vináttu námskeið verða haldin:

Miðvikudaginn 10. júní 2020, kl. 09:00 - 16:00, fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum á aldrinum 3ja- 6 ára.

Þriðjudaginn 16. júní 2020, kl. 09:00 – 16:00, fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum á aldrinum 0 – 3ja ára.

Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti og er í notkun í meira en 60% leikskóla á Íslandi. Á námskeiðunum er farið yfir hugmyndafræði verkefnisins sem byggir á gagnreyndum rannsóknum og þátttakendur eru þjálfaðir í notkun námsefnisins sem er bæði fjölbreytt og aðgengilegt. Mikil ánægja er á meðal barna, kennara og foreldra með Vináttu og rannsóknir af árangri af notkun námsefnisins benda til að börn verða umhyggjusamari, sýna meiri samkennd og styðja meira við þá sem eru órétti beittir.

Nánara um námskeiðin má finna hér

 Skráning á námskeiðin hér