Vinátta þyrfti að vera í öllum leikskólum landsins

Linda Hrönn Þórsdóttir er leikskólastjóri á leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Linda tók þátt í tilraunavinnu með Vináttu þegar hún var aðstoðarleikskólastjóri í Hafnarfirði. Hún var einnig ráðgefandi við þróun verkefnisins og hefur kennt á námskeiðum ásamt Margréti Júlíu Rafnsdóttur, verkefnisstjóra Vináttu, frá haustinu 2015

Linda með barnahópLinda Hrönn Þórsdóttir er leikskólastjóri á leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Linda tók þátt í tilraunavinnu með Vináttu þegar hún var aðstoðarleikskólastjóri í Hafnarfirði. Hún var einnig ráðgefandi við þróun verkefnisins og hefur kennt á námskeiðum ásamt Margréti Júlíu Rafnsdóttur, verkefnisstjóra Vináttu, frá haustinu 2015. Vinátta kemur inn á alla grunnþætti menntunar að mati Lindu. Leikskólum sé hins vegar sífellt ætlað fleiri verk að huga að. Ný verkefni geti því verið mjög íþyngjandi; „En Vinátta býður svo auðveldlega upp á að geta samlagast öðru í skólastarfinu. Efnið er það sveigjanlegt að það er sama hvernig bakgrunnur starfsfólksins er, allir geta unnið með Vináttu og það skiptir svo miklu máli.“

Nú hefur Linda unnið með Vináttu í tvo vetur. Bæði starfsfólk og foreldrar hafa tekið efninu sérstaklega vel; „Ummælin sem foreldrarnir létu falla voru fyrst og fremst, Loksins! Þetta vantaði því þetta er verkefni sem við þurfum á að halda. Það hjálpar foreldr unum að leysa ýmis samskiptamál eftir skóla, eins og að bjóða í afmæli. Og í foreldrakönnun sem gerð var nýlega minnast margir á hvað þeim finnst frábært að hafa þetta efni í leikskólanum.“ Börnin í leikskólanum hafa einnig tekið verkefninu mjög vel og eru hæstánægð að sögn Lindu: „Í hvert einasta skipti sem þau sjá Blæ grípa þau andann á lofti.. Allir fagna Vinastundunum og vinnunni með Blæ.“

Hluti verkefnisins gengur út á tjáningu barnanna sjálfra á aðstæðum sem lýst er á samræðuspjöldum Vináttu. Sú vinna hefur gefið afar góða raun; „Börnin hafa þörf fyrir að tjá sig og segja hvernig þeim líður. Þau setja sig í spor söguhetjanna því þetta eru aðstæður sem þau þekkja. Og þótt maður taki sama spjaldið aftur seinna, kemur kannski nýr vinkill og þau sjá aðra hlið. Þetta er gjörsamlega frábær aðferð til að auka innsæi þeirra í mismunandi aðstæður félaga sinna,“ segir Linda, en bætir við að kennarinn skipti auðvitað gífurlega miklu máli og hvernig hann vinni með verkefnið: „Því eins og með allt kennsluefni, veltur það svo mikið á kennaranum hver upplifunin er, sama hversu gott námsefni hann hefur í höndunum.“

Reynslan góð hjá börnum með hegðunarvanda

Reynslan af notkun Vináttu er afar góð í leikskólanum, ekki síst með börn sem eiga við hegðunarvanda að stríða; „Þ