Vissi ekki að ég væri öðruvísi

Selma Björk Hermannsdóttir varð landsþekkt árið 2013, þá 16 ára gömul, eftir að hún sagði opinberlega frá einelti sem hún hafði verið lögð í vegna skarðs sem hún fæddist með í vör. Selma verður 18 ára í sumar og stundar nú nám við fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hún heldur reglulega fyrirlestra um einelti í skólum ásamt föður sínum, Hermanni Jónssyni. Á dögunum kom hún einnig fram í fyrsta sinn á TedX Reykjavík ráðstefnu í Hörpu þar sem hún ræddi áhrif eineltisins á líf sitt. 

ForsíðaSelma Björk Hermannsdóttir varð landsþekkt árið 2013, þá 16 ára gömul, eftir að hún sagði opinberlega frá einelti sem hún hafði verið lögð í vegna skarðs sem hún fæddist með í vör. Selma verður 18 ára í sumar og stundar nú nám við fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hún heldur reglulega fyrirlestra um einelti í skólum ásamt föður sínum, Hermanni Jónssyni. Á dögunum kom hún einnig fram í fyrsta sinn á TedX Reykjavík ráðstefnu í Hörpu þar sem hún ræddi áhrif eineltisins á líf sitt. 

„Ég var á fimmta ári þegar ég byrjaði að taka eftir að mér var strítt og ég var látin finna að ég væri öðruvísi. Það lýsti sér þannig að ég var gjarnan skilin út undan og mátti ekki vera með. Sérstaklega ekki þegar krakkarnir fóru í kyssustríðið, þar sem strákar eltu stelpur og kysstu þær og stelpurnar eltu svo strákana í sama tilgangi. En enginn elti mig. Ég var látin finna að þetta væri ekki leikur sem ég, með þessar varir, ætti að vera í. Ég skildi það ekki. Í mínum huga vorum við öll einstök, hver á sinn hátt. Ein stelpa var til dæmis dökk, einn strákurinn var með gleraugu og ég skildi ekki af hverju minn breytileiki væri eitthvað öðruvísi en þeirra.“ 

Þetta er fyrsta minning Selmu um eineltið sem átti eftir að vera einkennandi fyrir alla hennar skólagöngu. Og þessi fyrsta félagslega höfnun sat í henni. Hún gerði sér ekki grein fyrir að hún væri öðruvísi en hinir krakkarnir. 

„Það er í raun furðulegt að það þurfi að kenna börnum umburðarlyndi, því auðvitað eigum við öll að vera samþykkt eins og við erum. Það á bara að vera hluti af samfélaginu okkar.“ 

Eitt af því sem var Selmu erfitt í leikskólanum var þegar eineltinu var vísað á bug og talað um stríðni sem væri eðlileg. 

„Það var það sem ruglaði mig. Að eitthvað sem mér leið svona illa út af væri bara stríðni.“ 

Hún telur afar mikilvægt að hefja forvarnir strax í leikskóla. Að kenna börnum grundvallargildi í samskiptum; að bera virðingu fyrir margbreytileikanum, sýna umburðarlyndi og umhyggju, en umfram allt að hafa hugrekki til að brjóta upp einelti. Þessir fjórir þættir eru einmitt helstu gildin í Vináttu- verkefni Barnaheilla. 

„Það hefði hjálpað mér svo ótrúlega mikið að hafa svona verkefni eins og Vináttu, því það var ekki verið að taka á eineltinu sem ég lenti í.“

Hugrekkið mikilvægast<