Fréttir Barnaheilla

Sigurgeir safnaði 807.000 fyrir börn á átakasvæðum

Barnaheill þakka öllum sem hafa styrkt neyðarsöfnun Barnaheilla

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa staðið að neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Úkraínu og nágrannalöndum. Söfnunin hefur gengið vel og söfnuðust 4,5 milljónir frá almenningi og fyrirtækjum. Með stuðningi utanríkisráðuneytisins bætti stjórn Barnaheilla 3 milljónum króna við það sem safnaðist.

Vinir Ferguson á Hvanneyrarhátíðinni

Þann 13. júlí, lögðu þeir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson af stað Vestfjarðaleiðina á traktorum og hófst ferð þeirra í Staðarskála. Vinirnir voru átta daga á leiðinni og komu í mark þann 20. júlí á Hvanneyri.

Barnaheill óska eftir að ráða framkvæmdastjóra Barnaheilla

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar, ber ábyrgð á rekstri samtakanna og vinnur náið í teymi með leiðtogum innlendra og erlendra verkefna. Leitað er að kraftmiklum og framsæknum einstaklingi með sterkt tengslanet í starf þar sem reynir á frumkvæði, forystuhæfileika og samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa marktæka reynslu og þekkingu á fjármálum, mannauðsmálum, markaðsmálum og fjáröflun.

Vinir Ferguson lögðu af stað Vestfjarðarhringinn á traktorum

Í dag, miðvikudaginn 13. júlí, lögðu þeir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson af stað Vestfjarðahringinn á traktorum og hófst ferð þeirra í Staðarskála. Vinirnir ætla að vera átta daga á leiðinni og munu koma í mark þann 20. júlí á Hvanneyri. Með ferðinni ætla þeir að láta gott af sér leiða og safna styrkjum fyrir Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. 

Sumarlokun Barnaheilla 2022

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður lokuð frá og með 1. júlí til 2. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda póst á barnaheill@barnaheill.is.

Vinir Ferguson og Vestfjarða keyra Vestfjarðahringinn til styrktar Vináttu

Skorað hefur verið á þá félaga að klára hringferðina, en sumarið 2015 fóru þeir hringinn í kringum landið að undanskildum Vestfjörðum. Eftir hringferðinna gáfu þeir út bókina Vinir Ferguson, hringferð um landið gegn einelti og rann salan á bókinni óskipt til styrktar Vináttu.

Linnulausar árásir á almenna borgara halda áfram

Þorpið Kashuga, staðsett í norður hluta Kivu héraðs í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó varð fyrir hrottalegri árás í byrjun júní, sem kostaði sjö manns lífið.

Barnaheill leita eftir sérfræðingi í fræðslu og forvörnum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að starfsmanni í forvarna- og fræðslustarf samtakanna.

Syndir frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson stefnir á Eyjasund í lok júlí þegar hann mun synda frá Vestmannaeyjum og yfir til Landeyjasanda. Sundið er til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. Undirbúningur er í fullum gangi en leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar.