Fréttir Barnaheilla

Upplifum ævintýrin saman

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja alla til að taka þátt í símalausum sunnudegi þann 14. nóvember næstkomandi. Áskorunin felst í því að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir, frá kl. 9–21. Yfirskrift átaksins er ,,Upplifum ævintýrin saman” og er markmiðið að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.

Vágesturinn einelti

Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega.

Byrgjum eineltisbrunninn

Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings.

Fátækt barna. Hver getur haft áhrif?

Fátækt barna verður umræðuefnið á næsta fundi Náum áttum-hópsins sem verður haldinn rafrænt miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi.

Ný skýrsla Barnaheilla um fátækt er komin út

Á Íslandi er engin skilgreining til á fátækt meðal barna né opinber stefna eða áætlun um að uppræta fátækt á meðal barna. Það kemur fram í skýrslu um fátækt barna sem Barnaheill – Save the Children gefa út í dag.

Vinátta að hausti

Að koma aftur í skólann sinn að hausti er flestum börnum og starfsfólki ánægjulegt. Eftirvæntingin er oft mikil eftir því að hitta aftur félaga sína og takast á við ný verkefni. Því miður hlakka þó ekki allir til að fara í skólann.

Blær brúar bilið milli heimshluta

Í september fóru tveir starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Linda Hrönn Þórisdóttir leiðtogi innlendra verkefna og Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnisstjóri

Tímamótaályktun sem gæti haft gífurleg áhrif á réttindi barna

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children fagna nýjum ályktunum sem Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt. Ályktanirnar fela í sér að:

Á hverjum degi leiða barnahjónabönd 60 stúlkur til dauða

Ný skýrsla frá alþjóðasamtökum Barnaheilla - Save the Children, sem gefin var út á alþjóðlegum degi stúlkna, bendir til þess að árlega láti yfir 22.000 stúlkur lífið í kjölfar meðgöngu og fæðinga vegna barnahjónabanda.

Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum.

Barnaheill er hluti af fræðslu- og forvarnahópnum Náum áttum sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna.