10.03.2021
. Samtökin hvetja alla sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að standa vörð um þá jörð sem börnin okkar erfa með því að vinna að umhverfisvernd.
10.03.2021
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður fimmtudaginn 11. mars 2021 kl. 10:00 - 11:30 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Forvarnir á Íslandi og víðar, staða og stefna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.
09.03.2021
Í næstu viku eru tíu ár liðin síðan að stríðið í Sýrlandi hófst. Stríðið hófst með mótmælum sem brutust út um land allt og nú hafa hundruð þúsundir manna látið lífið og milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín. Efnahagur og innviðir landsins eru að rústum komin og enn 10 árum síðar virðist ekkert lát vera á átökunum.
04.03.2021
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Líðan og lífstíll barna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.
04.03.2021
Nú er eitt ár liðið síðan að Covid-19 heimsfaraldurinn fór að hafa áhrif á líf barna út um allan heim. Heil kynslóð barna hefur orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins og hafa börn þurft að aðlaga líf sitt að nýjum takmörkunum sem hafa m.a. haft áhrif á skólagöngu þeirra, efnahag fjölskyldna þeirra, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mörg börn hafa misst tengsl við fjölskyldu og vini. Sálfræðilegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig tekið sinn toll af heilsu barna, en að alast upp í heimsfaraldri hefur valdið kvíða og þunglyndi hjá mörgum börnum.
25.02.2021
Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að mannúðarverkefni í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Verkefnið miðar að því að vernda börn þar í landi gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu á svokölluðumbarnvænum svæðum samtakanna. Barnaheill leggja áherslu á að verkefnið byggi á sérþekkingu Barnaheilla, með skýrri skírskotun í innlend verkefni samtakanna. Það er gert með innleiðingu á BellaNet aðferðafræðinni sem þjálfar einstaklinga sem vinna með ungu fólki með áherslu á forvarnir.
24.02.2021
Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi.
23.02.2021
Yfir tíu þúsund börn og ungmenni tóku þátt í að móta barnaréttaráætlun Evrópusambandsins.
22.02.2021
Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt.
18.02.2021
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið gefið út bókina Vinátta í leikskólanum. Bókin er hluti af Vináttu – forvarnaverkefni Barnheilla gegn einelti fyrir leik- grunnskóla og frístundaheimili, efni um félagsfærni og samskipti. Vinátta í leikskólanum er helst ætluð börnum frá 3- 6 ára.