18.02.2021
Börn á átakasvæðum eiga í tífallt meiri hættu núna, en árið 1990, að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Fjöldi staðfestra tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum er aðeins toppurinn á ísjakanum.
16.02.2021
Covid-19 faraldurinn hefur breytt lífi barna um allan heim. Heil kynslóð barna verður fyrir áhrifum heimsfaraldurs sem mun hafa ævilangar afleiðingar á líf þeirra. Aðstæður barna eru þó ólíkar eftir því hvar þau búa á heimskringlunni og hefur Covid-19 haft gífurleg áhrif á börn í þróunarlöndum. Heimsfaraldurinn hefur aukið kerfisbundið misrétti, þar sem þeir fátækustu gjalda hæsta verðið.
15.02.2021
Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hefst í ellefta sinn í dag.
09.02.2021
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (e. Safer Internet Day) er í dag 9. febrúar. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT.
09.02.2021
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“.
05.02.2021
Velferðarsjóður Evrópusambandsins eða ESF+ hefur samþykkt að eyrnamerkja sérstaklega um 5% sjóðsins til að takast á við fátækt meðal barna í Evrópu. Fjármagninu verður sérstaklega beint til Rúmeníu, Litháen, Ítalíu og Spánar, en þar er fátækt meðal barna mikil.
05.02.2021
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 10. febrúar 2021 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Notkun nikótíns í nútímasamfélagi. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.
29.01.2021
Barnaheill - Save the Children vara við því að líf þúsunda barna í Afríku sé í hættu vegna annarrar bylgju Covid-19. Samtökin óttast að mörg Afríkuríki verði neydd til þess að bíða í marga mánuði eftir bóluefni gegn Covid-19.
26.01.2021
Misskipting heimsins er mikil. Alls þurfa 117 milljónir barna í heiminum á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021, en helmingur þessara barna býr í einungis átta löndum. Barnaheill - Save the Children kalla eftir tafarlausum alþjóðlegum viðbrögðum til að tryggja að heimsfaraldurinn hafi ekki varanleg áhrif á heila kynslóð um ókomin ár.
22.01.2021
Börn eiga rétt á vernd í stríðsátökum milli ríkja samkvæmt alþjóðlegum mannúðarreglum. Beiting gereyðandi kjarnorkuvopna útilokar að hægt sé að fara að mannúðarreglum og veita fólki aðhlynningu ef þeim yrði beitt. Barnaheill eru meðal þeirra félaga sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um bann við notkun kjarnorkuvopna.