Fréttir Barnaheilla

Má bjóða þér stutta stráið?

Skilnaðir og áhrif á börn

Barnaheill eiga aðild að samstarfshópnum Náum áttum. Fyrsti fundur vetrarins verður miðvikudaginn 21. september kl 8:30-10:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Fjallað verður um áhrif skilnaðar á börn.  Á meðal fyrirlesara er Elva Dögg Ásuogkristinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi og Stella Hallsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna. 

Skólahljómsveit Kópavogs söfnuðu fyrir úkraínskt flóttafólk

Barnaheill þakka Olís fyrir stuðninginn

Olís studdi við söfnunina með því að bjóða viðskiptavinum að bæta 300 krónum við hver innkaup. Barnaheill vilja þakka Olís kærlega fyrir stuðninginn í átakinu og öllumþeim sem keyptu armbandið eða bættu 300 krónum við innkaup. Alls safnaðist 821.000 krónur hjá Olís, sem rennur til þróunarverkefnis Barnaheilla í Síerra Leóne sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi í skólum.

Barnaheill óska eftir tilnefningum til Viðurkenningar Barnaheilla

Árlega veita Barnaheill – Save the Children á Íslandi viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna.

Ellen nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla

Ellen Calmon hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ernu Reynisdóttur, sem hefur stýrt samtökunum sl. 10 ár.

Vinátta í skólabyrjun

Nú hallar sumri og líf barna og fullorðinna er að komast í fastar skorður eftir sumarfrí. Flest börn hitta á ný félagana eftir einhverra vikna aðskilnað og önnur eru á tímamótum að hefja nám í leik- eða grunnskóla eða að skipta um skóla.

Líkamlegar refsingar eru víða enn við lýði

Íslandi hefur orðið mikil vitundarvakning og aukin þekking á réttindum barna og jákvæðum uppeldisaðferðum til að styðja og vernda börn. Notkun jákvæðra uppeldisaðferða er komin styttra á veg víða og í Síerra Leóne vinna Barnaheill – Save the Children á Íslandi með foreldrum og kennurum í þjálfun jákvæðra uppeldisaðferða.

Elíza Reid styður við vernd gegn ofbeldi á börnum í Síerra Leóne

Elíza Reid forsetafrú keypti fyrsta armbandið við formlega opnun haustsöfnunar Barnaheilla í dag. Með kaupum á armbandinu sýndi hún þróunarverkefni Barnaheilla stuðning sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi í Síerra Leóne.

Sigurgeir safnaði 807.000 fyrir börn á átakasvæðum