Fréttir Barnaheilla

Aðalfundur Ungmennaráðs 9. maí

Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi býður alla á aldrinum 13-25 ára velkomna á opinn aðalfund þriðjudaginn 9. maí kl 18:00 í húsnæði Barnaheilla, Fákafeni 9.

Tvíburarnir Snædís María og Sigurbergur Áki kaupa fyrstu lyklakippuna í vorsöfnun Barnaheilla

Hin árlega vorsöfnun Barnaheilla hófst í dag, föstudaginn 28. apríl, fjáröflunarherferð Barnaheilla til styrktar  Verndurum barna, forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Þetta er í fjórtánda sinn sem fjáröflunin fer fram en hefð hefur verið fyrir því að selja ljós í formi lyklakippu. Í ár bregða Barnaheill af vananum og verða seldar lyklakippur sem handgerðar eru af listafólki í Síerra Leóne.

Barnaheill og Hafnafjarðarbær skrifa undir samstarfssamning

Hafnarfjarðarbær og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert nýjan samstarfsamning varðandi þjónustu og fræðslu fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar sem gildir út skólaárið 2023/2024.

Viltu gera við hjól fyrir börn?

Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum til að gera við hjól fyrir börn og ungmenni. Árlega er um 300 hjólum úthlutað í gegnum Hjólasöfnun Barnaheilla til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Hjólum er safnað á móttökustöðvum Sorpu og gera sjálfboðaliðar við þau og yfirfara áður en þeim er úthlutað.

Barnaheill og Menntamálastofnun gefa út nýtt námsefni gegn kynferðisofbeldi á börnum

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í samstarfi við Menntamálastofnun gefið út námsefnið Líkami minn tilheyrir mér. Um er að ræða kennsluefni gegn kynferðisofbeldi á börnum og er fyrir leikskólastig og 1. - 4. bekk grunnskóla.

Börn í Úkraínu í brýnni þörf fyrir aðstoð

Nú þegar stríð hefur varað í Úkraínu í eitt ár eru tvær af hverjum fimm fjölskyldum í landinu í brýnni þörf fyrir lífsviðurværi og grunnvörur vegna mikils fólksflótta, verðbólgu og atvinnuleysis.

Börn í Sýrlandi skelfingu lostin við að sofa í tjöldum á meðan stormar geisa

Úrhellisrigning og flóð hafa undanfarið valdið miklum skaða í bæði flóttamannabúðum og þorpum víða í norðanverðu Sýrlandi þar sem jarðskjálftar skullu nýlega á og eru börn of óttaslegin til að sofa í tjöldum.

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í dag – sífellt fleiri börn og ungmenni eiga ekki hjól

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag, föstudaginn 24. mars kl. 11:30 í móttökustöð Sorpu á Sævarhöfða. Það var Þorvaldur Daníelsson hjá Hjólakrafti sem afhenti Loga Davíðssyni Lamude, 4 ára, fyrsta hjólið í söfnunina við formlega athöfn. Þorvaldur hvetur þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjólum sem ekki eru í notkun í söfnunina til þeirra barna og ungmenna sem þurfa á þeim að halda.

Árið er 2030 og Íslandi hefur tekist að útrýma fátækt meðal barna.

Ísland er fyrst landa Evrópu til að uppræta með öllu fátækt meðal barna (í landinu) og er þannig fyrirmynd annarra þjóða um að það sé hægt.

Menntunarátak í Níger til að draga úr fólksfjölgun og barnahjónaböndum

Menntunarátak stendur nú yfir í Níger til að auka menntunarmöguleika fyrir stúlkur í þeim tilgangi að hægja á hröðustu mannfjöldaaukningu heims sem er þar í landi. Í Níger er einnig síhækkandi atvinnuleysi ungs fólks og hæsta tíðni barnagiftinga heims.