30.01.2023
Raforkuframleiðslugeta í Úkraínu hefur minnkað um meira en helming síðan í október eftir að Rússar settu meiri kraft í árásir sínar í garð Úkraínumanna.
12.01.2023
Á nýliðnu ári jókst fjöldi barna sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda um 20%. Árið á undan, árið 2021 voru börn sem þurftu á mannúðaraðstoð að halda 123 milljónir en eru í dag 149 milljónir. Helmingur þessara barna býr í einungis sjö löndum. Fjölgun barna í neyð má rekja til aukinna átaka, hungurs og loftslagsbreytinga í heiminum.
04.01.2023
Barnaheill - Save the Children hafa stöðvað starfsemi sína í Afganistan í kjölfar þess að Talíbanar, sem hafa setið við stjórnvölinn í Afghanistan síðan haustið 2021, tilkynntu að konum væri bannað að vinna við hjálparstörf. Bann Talíbana kemur í kjölfar þess að hjálparstarfsfólk hefur ekki fylgt reglum stjórnvalda um íslamskan klæðaburð fyrir konur.
02.01.2023
Barnaheill - Save the Children á Íslandi óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn á nýliðnu ári.
22.12.2022
Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar.
21.12.2022
Barnaheill og H&M HOME hafa sett á laggirnar nýja vörulínu með ævintýralegum leikföngum annað árið í röð. Líkt og í fyrra er yfirskrift vörulínunnar Hvert barn á skilið töfrandi æsku. Vörulínan er komin í verslanir H&M HOME á Íslandi ásamt verslunum í 30 öðrum löndum. 10% af allri sölu rennur til verkefna Barnaheilla – Save the Children sem miða að því að vernda börn á hamfara- og átakasvæðum.
14.12.2022
Barnaheill – Save the Children á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hafa hafið þróunarverkefni í Goma í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó til að styðja við og vernda börn er búa á götunni. Mörg börn hafa ekki í nein hús að venda og búa á götunni í Goma. Börnin hafa orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum, eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka sem varað hafa í áratugi, tíðra eldgosa frá Nyiragongo eldfjallinu og mikilla flóða.
13.12.2022
Barnaheill hafa undirritað samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi í þágu farsældar barna.
12.12.2022
Á dögunum var haldið útgáfuhóf í tilefni útkomu bókarinnar Vinir Ferguson og Vestfjarða – á traktorum gegn einelti. En bókin er gefin út til stuðnings Vináttu sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.
07.12.2022
Þá er desember kominn með öllu sem hann hefur upp á að bjóða. Auglýsingabæklingar berast í hrúgum inn um lúgurnar og endalaust af auglýsingum á samfélagsmiðlum minna okkur á hversu mikilvægt er að kaupa hitt og þetta svo jólin verði örugglega góð, eða að þau komi yfir höfuð.