Fréttir Barnaheilla

Nýtt merki ungmennaráðs Barnaheilla

Ungmennaráðið hélt merkjasamkeppni fyrr á árinu meðal 1. árs nema við Listaháskóla Íslands í grafískri hönnun.Ttilgangurinn var að auka sjálfstæði ráðsins og skapa sterkari ímynd.

Nordic co-op Camp í Stokkhólmi

Í janúar 2017 fórum við fjögur frá Ungmennaráði Barnaheilla til Stokkhólms að sækja fund á vegum norræns samstarfs ungmennaráða Save The Children á Norðurlöndunum.

Vinir ungmennaráðs Barnaheilla

Í vor fórum við í ungmennaráðinu af stað með verkefni sem við köllum Vinaverkefnið. Okkur langaði að gera eitthvað með ungum nýbúum á Íslandi, en ekki bara að gera eitthvað fyrir þá.

Brotið á réttindum flóttabarna

Háskóli Íslands býður upp á frábæran möguleika fyrir ungt fólk að taka þátt og læra vísindaleg vinnubrögð með keppninni Ungir Vísindamenn.Háskóli Íslands býður upp á frábæran möguleika fyrir ungt fólk að taka þátt og læra vísindaleg vinnubrögð með keppninni Ungir Vísindamenn. Eftir ábendingu og hvatningu ákváðu tvö okkar að taka þátt og rannsaka upplifun flóttabarna á því að leita hingað eftir alþjóðlegri vernd. Í stuttu máli kom það okkur verulega á óvart að almennt var brotið á réttindum barna til menntunar, tómstunda og til að láta skoðanir sínar í ljós. M...

Viðburðarríkt ár að baki

Ekki er hægt að segja annað en undanfarið ár hafi verið það viðburðaríkasta og áhrifamesta í sögu ungmennaráðs Barnaheilla frá upphafi. Með fjölgun meðlima hefur verið unnið framúrskarandi starf í grasrótinni sem og með systursamtökum okkar á Norðurlöndum.Ekki er hægt að segja annað en undanfarið ár hafi verið það viðburðaríkasta og áhrifamesta í sögu ungmennaráðs Barnaheilla frá upphafi. Með fjölgun meðlima hefur verið unnið framúrskarandi starf í grasrótinni sem og með systursamtökum okkar á Norðurlöndum. Í sumar fóru fjórir meðlimir ráðsins til Noregs í sumarbúðir PRESS. Þar komu saman meðlimir í norr&a...

Gott er að eiga vin - tónlistin í Vináttu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða nú upp á sérstakt tónlistarnámskeið í tengslum við Vináttu sem miðar að því að veita leikskólakennurum og leiðbeinendum innblástur og góðar hugmyndir um notkun tónlistarefnisins í starfinu með hugmyndafræði og gildi Vináttu að leiðarljósi. Kennari á námskeiðinu er Birte Harksen, leik- og grunnskólakennari, sem hefur um árabil unnið með tónlist og dans á heilsuleikskólanum Urðarhóli.

Galdurinn við Vináttu

„Það er einhver galdur við Vináttu. Við fundum strax á tilraunastiginu að þetta var ekki bara enn eitt verkefnið ofan á allt annað og árangurinn er svo augljós.Vinátta er bæði ofboðslega skemmtileg og fellur algjörlega inn í starfið á leikskólanum sem gerir það að verkum að við erum gífurlega ánægð með verkefnið,“ segir Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri á Uglukletti í Borgarnesi.„Það er einhver galdur við Vináttu. Við fundum strax á tilraunastiginu að þetta var ekki bara enn eitt verkefnið ofan á allt annað og árangurinn er svo augljós.Vinátta er bæði ofboðslega skemmtileg og fellur algjörlega inn í starfið á leikskólanum se...

Upphaf Vináttu

það var árið 2005 sem Red Barnet – Save the Children í Danmörku og María krónprinsessa tóku sig saman um að þróa forvarnarverkefni gegn einelti sem hæfist á leikskólaaldri. Rannsóknir höfðu þá sýnt að tíðni eineltis væri ekki á undanhaldi, þrátt fyrir fjölda eineltisverkefna sem höfðu verið í gangi.

Ævintýrið um Vináttu

Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd.VINÁTTA – FORVARNAR­ VERKEFNI GEGN EINELTI FYRIR LEIKSKÓLA Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagn...

Verkefnin í Vináttutöskunni

Vináttutaskan inniheldur efni sem byggir á gildum og hugmyndafræði Vináttu.