tilkynna-minni

Skotleyfi í skjóli nafnleyndar

fimmtudagur, 30. október 2014 - 15:21

Samskipti á internetinu eru orðin eðlilegur hluti af daglegu lífi barna og ungmenna í leik, námi og starfi. Börn eiga samskipti  á samfélagsmiðlum og eignast þar jafnvel nýja vini, sem þau þekktu ekki áður, líkt og var áður fyrr þegar börn eignuðust pennavini, jafnvel eftir auglýsingu í dagblaði. Á netinu er þó ýmislegt að varast, auðveldara er að villa á sér heimildir og vera þar nafnlaus. Flestir foreldrar óttast því þær hættur sem geta leynst á internetinu. Þeir eru oft á tíðum vanmáttugir þar sem þeir þekkja möguleika netsins gjarnan minna en börnin sjálf og eiga erfitt með að grípa inn í sökum þess. Auk þess vita þeir oft ekki hvað er í gangi hjá börnunum.

Mjúkdýraleiðangur Ikea er hafinn

Mjúkdýraleiðangur Ikea hófst í dag. Fyrir hvert selt mjúkdýr fram til 27. desember rennur ein evra til menntaverkefna Barnaheilla og Unicef sem stuðla að því að bágstödd börn njóti réttar síns til menntunar. 

Opinber umfjöllun um börn - ábyrgð fjölmiðla og foreldra

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður miðvikudaginn 29. oktíber frá 8.15- 10:00 á Grand hótel. Umfjöllunarefnið er Opinber umfjöllun um börn og ábyrgð fjölmiðla og foreldra. Skráning á naumattum.is.

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: