tilkynna-minni

Einelti - úrræði og forvarnir

mánudagur, 30. mars 2015 - 09:34

Síðasti Náum áttum morgunverðarfundur vetrarins verður þann 15. apríl kl 08:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Einelti - úrræði og forvarnir. Á fundinum mun Vanda Sigurgeirsdóttir ræða um árangursríka leið við lausn eineltismála, Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson ræða um einelti út frá sjónarhóli geranda og þolanda og Margrét Júlía Rafnsdóttir fjallar um Vináttuverkefni Barnaheilla, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Lumar þú á hjóli í geymslunni?

Gefðu barni hjól og komdu hjólinu aftur í umferð – er yfirskrift hjólasöfnunar Barnaheilla sem hófst í dag. Söfnuninni var ýtt úr vör í Sorpu á Sævarhöfða á hádegi þegar Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla, afhenti Ernu Reynsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, fyrsta hjólið sem hún eignaðist. Auk hennar voru ungmenni frá ungmennaráðum Save the Children frá 5 löndum viðstödd.

Fátækt - húsnæðisöryggi allra barna verði forgangsatriði

,,Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslíf." Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 21. mars 2015.

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: