tilkynna-minni

Sögulegur áfangi í mannréttindabaráttu barna

föstudagur, 10. október 2014 - 12:12

Malala Yousafzay, sem barist hefur fyrir menntun stúlkna og Kailash Satyarthi sem unnið hefur að mannréttindum barna á Indlandi hlutu friðarverðlaun Nóbels sem tilkynnt var um í morgun. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum merka áfanga í mannréttindabaráttu barna. Malala er 17 ára og yngsti Nóbelsverðlaunahafinn frá upphafi.

Sterkar stelpur - sterk samfélög

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í vitundarvakningu frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem að þessu sinni kallast Sterkar stelpur – sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir dagana 6. – 11. október.

Verður áfengi á nýja nammibarnum?

Er hagsmunum barna gætt í nýju frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum? Leitast verður svara við þessum spurningum á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins miðvikudaginn 1. október næstkomandi klukkan 8:15-10 á Grand Hótel Reykjavík.

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: