tilkynna-minni

Hleypur þú til góðs?

miðvikudagur, 29. júlí 2015 - 11:25

Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Við hvetjum þá sem vilja styðja við starf Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að hlaupa til góðs fyrir samtökin og skrá sig á hlaupastyrkur.is.


Skemmtilegt og gefandi að vera í ungmennaráðinu

Að vera meðlimur í ungmennaráði Barnaheilla er eitt af því skemmtilegasta og mest gefandi sem ég hef gert um ævina. Oft hef ég komið heim af fundum með hugann á fleygiferð eftir umræðurnar og liðið eins og ég gæti bætt hag barna í samfélaginu. Og hlutverk ungmennaráðsins er einmitt það; að vinna að bættum hag barna, að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu og að virkja börn og unglinga til þátttöku um að móta það samfélag sem þau eiga aðild að.

Raddir okkar eru mikilvægar

Ég heiti Brynhildur Kristín og er að verða átján ára. Ég er því bráðum að verða fullorðinn einstaklingur og hef þá loksins eitthvað að segja í samfélaginu. Því þangað til að ég verð átján er ég barn. Og börn hafa nú ekki miklar skoðanir og vita ekkert svo mikið. Er það nokkuð? 

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: