tilkynna-minni

Undirskriftasöfnun gegn Ebólu

fimmtudagur, 23. október 2014 - 10:31

Undirskriftasöfnun Barnaheilla - Save the Children gegn Ebólu er hafin. Henni er ætlað að þrýsta á þjóðarleiðtoga G20 ríkjanna um að beita sér gegn Ebólu faraldrinum. Fundur G20 ríkjanna verður í Brisbane í Ástralíu þann 15. nóvember. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er hægt að hefta útbreiðslu Ebólu fyrir áramót verði gripið í taumana fyrir fundinn.

Barnaheill fagna 25 ára afmæli

Föstudaginn 24. október klukkan 14-16 fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára afmæli í samkomusal Nauthóls í Nauthólsvík. Viðurkenning Barnaheilla verður einnig afhent við þetta tækifæri. Viðurkenningin er veitt fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Sögulegur áfangi í mannréttindabaráttu barna

Malala Yousafzay, sem barist hefur fyrir menntun stúlkna og Kailash Satyarthi sem unnið hefur að mannréttindum barna á Indlandi hlutu friðarverðlaun Nóbels sem tilkynnt var um í morgun. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum merka áfanga í mannréttindabaráttu barna. Malala er 17 ára og yngsti Nóbelsverðlaunahafinn frá upphafi.

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: