tilkynna-minni

Fátækt: Barnabætur verði auknar og lágmarksframfærsluviðmið skilgreint

fimmtudagur, 29. janúar 2015 - 18:00

Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar kemur fram að tæplega 2% Íslendinga og 3% barna, eða 6.200 manns, búi við sára fátækt. Vaktin vill að barnabætur verði auknar um fjóra milljarða á ári og lágmarksframfærsluviðmið verði skilgreind. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum á sæti í Velferðarvaktinni. Hún segir að fleiri börn en fullorðnir búi við sára fátækt á Íslandi. Þau njóti ekki þeirra lífsgæða sem séu ásættanleg og þau eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmálanum sem Ísland hefur lögfest.

Söfnuðu 10 milljónum evra fyrir menntun barna í Afríku, Asíu og Evrópu

Viðskiptavinir IKEA söfnuðu rúmlega 10 milljón evrum fyrir menntunarverkefnum Barnaheilla - Save the Children og UNICEF í 18 löndum. Frá árinu 2003 hefur Mjúkdýraleiðangurinn hjálpað meira en 11 milljónum barna í 46 löndum að stunda nám við erfiðar aðstæður. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi söfnuðu alla 10.611 evrum, eða rúmlega 1,6 milljónum króna. Auk þess gáfu íslenskir viðskiptavinir Barnaspítala Hringsins 400 mjúkdýr.

Einelti er á ábyrgð fullorðinna

Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. 

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: