tilkynna-minni

Flutningar og sumarleyfi

laugardagur, 21. júní 2014 - 16:06

Barnaheill – Save the Children á Ísland flytja starfsemi sína af Suðurlandsbraut 24 að Háaleitisbraut 11-13.  Skrifstofan verður lokuð vegna flutninganna og sumarleyfa frá mánudeginum 23. júní fram til þriðjudagsins 5. ágúst. Samtökin munu deila annarri hæð hússins að Háaleitisbraut með Sjónarhóli, Félagi áhugafólks um Downs heilkennið og CP félaginu. Í húsinu starfa einnig Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Umhyggja, ADHD samtökin, Einstök börn og Einhverfusamtökin.

Hjólasala og Stóri viðgerðardagurinn

Næstkomandi föstudag, 27. júní kl .12-16, standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir hjólasölu á þeim hjólum sem ganga af í Hjólasöfnun samtakanna. 

Söfnunin hefur gengið vel vel í ár og hafa nú þegar safnast um 300 hjól. Öll börn sem sótt hafa um fá hjól úr söfnuninni. 

Sárast að íslensk börn búi við fátækt

Vigdís Finnbogadóttir er verndari Barnaheilla – Save the Children á Ísland. Hún var í viðtali í Blaði Barnaheilla sem kom út um síðustu mánaðarmót. Við birtum hér viðtalið við Vigdísi í heild sinni.

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: