Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Jólapeysan 2016 er hafin

fimmtudagur, 1. desember 2016 - 07:53

Jólapeysan í ár snýst um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum auðvitað.  Merktu myndina eða myndbandið með #jolapeysan, póstaðu á Facebook, Instagram eða Twitter og skoraðu á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda.

Yfirlýsing vegna barna sem leita verndar á Íslandi

Barnaheill hafa sent út yfirlýsingu ásamt Rauða krossinum, Umboðsmanni barna og Unicef um málefni barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Yfirlýsingin er svohljóðandi: 

Get ég hjálpað þér?

Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.

Eldri Fréttir

Bakhjarlar Barnaheilla - 
Save the Children á
Íslandi eru: