Um einelti

Vinatta_BlarrSamkvæmt þeirri hugmyndafræði og rannsóknum sem Vinátta byggist á er einelti félagslegt, menningarlegt  og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti er slæmt mynstur eða samskipti sem þróast í aðstæðum og umhverfi  þar sem umburðarlyndi skortir gagnvart margbreytileikanum og viðmið um hvað sé „rétt“ eða „rangt“ eru ósveigjanleg.  Einelti þrífst ekki síst í umhverfi sem börn hafa ekkert val um að vera í og komast ekki burt úr, svo sem skóla eða bekkjardeild. 

Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar má rekja allt niður í leikskóla. Því er mikilvægt að strax í leikskóla sé byggt upp umhverfi og andrúmsloft þar sem einelti fær ekki að þróast.

Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn er samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkenni og mismunandi styrkleika. Ekki er gert ráð fyrir að einstaklingar breyti einkennum sínum eða útliti til að falla í hópinn. Þar er jákvæður og góður skólabragur.

Í Vináttu er lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, samkennd, umhyggju, vináttu og vellíðan og efnið er því forvarnarverkefni gegn einelti. Vinátta nýtist þannig í því hlutverki skóla að stuðla að almennri menntun barna með áherslu á félags- og tilfinningaþroska og hæfni þeirra til að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísalnds,
er verndari Vináttu