Námskeið og kynningar í skólum

Námskeið fyrir leik-grunnskóla og frístundaheimili

Heilsdags grunnnámskeið 7 tímar
Á námskeiðinu er farið yfir hugmyndafræði Vináttu og samskipti barna í víðu samhengi. Þátttakendur fá kynningu á námsefninu, vinna með það, skiptast á hugmyndum og gera áætlun um hvernig þeir sjái fyrir sér að vinna með námsefnið í sínum skóla.

Framhaldsnámskeið 3 tímar
Lögð er áhersla á námsefniðog hvernig er hægt að vinna með það í daglegu starfi skólans. Þetta námskeið miðar að því að skólinn hafi innleitt Vináttu og sé að vinna markvisst með efnið.

Kynning fyrir skóla 2 tímar
Þar er sagt frá hugmyndafræðinni og námsefnið sýnt

Foreldrakynning 1 klukkstund
Þar verður Vinátta kynnt fyrir foreldrum og fá ráðleggingar um hvað þeir geta lagt af mörkum til að styrkja góð samskipti á meðal barnanna.

 

Sendið fyrirspurnir á netfangið  vinatta@barnaheill.is.