Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2021

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (e. Safer Internet Day) er í dag 9. febrúar. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Þátttakendur í SAFT eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn sem rekur hjálparsímann 1717 og Barnaheill sem reka Ábendingalínuna í samstarfi við Ríkislögreglustjóra.

Í tilefni af deginum skrifaði Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri ábendingalínu Barnaheilla, grein sem birtist á Vísi um netöryggi og bar yfirskriftina ,,Að­ferðir til að bregðast við eða fyrir­byggja of­beldi á neti".

Að auki tók Þóra þátt í málþingi SAFT þar sem boðið var upp á stutt erindi um ýmis málefni sem viðkemur netnotkun bara og ungmenna. Þar fjallaði Þóra um ábendingalínu Barnaheilla. 

 

Örnámskeið um forvarnir gegn ofbeldi á neti

 

Þóra mun einnig bjóða upp á örnámskeið í forvörnum gegn ofbeldi á neti, fyrir foreldra og aðra fullorðna áhugasama um netöryggi barna, þann 12. febrúar kl. 14:00. Þóra mun fara yfir atriði sem skipta máli fyrir vernd barna og öryggi þeirra á neti. Fjallað verður sérstaklega um Ábendingalínuna og virkni hennar og eiginleika. Skráning fer fram hér.