Vörunr. LK 0001

Lyklakippan 2024

Verðm/vsk
3.000 kr.
Verðm/vsk
3.000 kr.

Umhverfisvænar lyklakippur til styrktar vernd gegn ofbeldi á börnum


Vorsöfnun Barnaheilla fer fram dagana 2. maí - 6. maí. Hægt er að kaupa lyklakippurnar hjá sölufólki um land allt, en einnig hér í vefverslun.

Allur ágóði sölunnar rennur til verkefna Barnaheilla  sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum.

Barnaheill – Save the Children starfa í 120 löndum og snerta líf 180 milljóna barna á hverju ári. Barnaheill gera áþreifanlegt gagn í samfélaginu með því að gæta réttinda allra barna. Við höldum úti fræðslu og forvörnum, bregðumst við mannúðarkrísum, veitum þróunar- og neyðaraðstoð og leggjum ríka áherslu á að raddir barna heyrist. Við teljum að með því að tryggja velferð barna aukast líkur á velfarnaði þeirra síðar á lífsleiðinni.


Lyklakippurnar  eru hannaðar og framleiddar af handverksfólki í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Átján einstaklingar handgerðu lyklakippurnar og tók framleiðslan um 4 mánuði. Þau fengu laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.

Með kaupum á lyklakippunni er því ekki eingöngu stutt við vernd gegn ofbeldi á börnum heldur einnig er verið að valdefla og styðja við einstaklinga sem búa við kröpp kjör og þeim gefinn kostur á öruggara lífi.

Hafðu áhrif á líf barna. Þinn stuðningur skiptir máli. 

Allar lyklakippur seldar í vefverslun verða sendar til kaupenda þriðjudaginn 7. maí.

Hér má sjá nokkur af þeim sem framleiddu lyklakippurnar fyrir Barnaheill

Frá vinstri: Jenneh Momoh, Baindu Amara, Jurna Lahai, Adama Lahai, Hannah Samura, Isatu Mansaray, Massah Dukalay