Fréttir Barnaheilla

Herdís L. Storgaard hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri slysavarna barna hjá Slysavarnarhúsinu, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2011 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Hér á landi eru engin heildstæð lög um slysa- og forvarnir sem þýðir í raun að öll eftirlitskerfi eru svo gott sem óvirk.Helgi Ágústsson, formaður stjórnar Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Stefán Sverrisson, nemi í Lindaskóla, afhentu Herdís L. Storgaard viðurkenningu samtakanna. Ljósmyndari: Arnaldur Halldórsson.Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslu...

22 ára afmælisbarn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnaði 22 ára afmæli sínu 20. nóvember. Af því tilefni ritaði Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children grein sem birtist í Fréttablaðinu um þennan merkilega samning sem hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim.Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merkilegur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður &aac...

Stjórnvöld verða að bregðast við ábendingum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að gera opinbera og tímasetta áfangaáætlun þar sem fram kemur hvernig  og hvenær aðgerðaráætlun um stöðu barna og ungmenna verði hrundið í framkvæmd. Tekið verði fullt tillit til athugasemda barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem nýlega kynnti niðurstöður úttektar sinnar á stöðu barna á Íslandi.Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að gera opinbera og tímasetta &a...

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna kynntar

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála S.þ. verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudaginn 17. nóvember á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku. Fundurinn hefst kl. 8.45 og stendur til 10.30. Fulltrúi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, ásamt fulltrúum Mannréttindaskrifstofu Íslands og Barnahjálpar S.þ. - UNICEF á Íslandi, taka þátt í fundinum sem er öllum opinn.Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála S.þ. verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudaginn 17. nóvember á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku. Funduri...

Gefðu börnum mannréttindi í jólagjöf

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fengu Eggert Pétursson listmálara og Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfund til liðs við sig við gerð jólakorts í ár. Með því að kaupa þetta einstaka kort er stutt við bakið á öflugu starfi samtakanna í þágu barna hér á landi og erlendis.Eggert Pétursson og Þórarinn Eldjárn gefa vinnu sína við gerð jólakorts Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.Eggert Pétursson málaði sérstaklega málverkið, Án titils, fyrir kortið. Inn í kortið er prentað ljóð Þórarins Eldjárns, Skamm skamm skammdegi sem hann samdi sérstaklega við málverk Eggerts. ...

Heilbrigðisstarfsfólk á vettvangi nær frekar að koma í veg fyrir barnadauða af völdum lungnabólgu

Ný rannsókn Barnaheilla – Save the Children sem birt er í læknatímaritinu The Lancet í dag, sýnir að heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á vettvangi nær betri árangri í að koma í veg fyrir barnadauða af völdum lungnabólgu heldur en þegar börnum er vísað til heilbrigðisstofnana. Viðmiðunarreglur Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) miðast í dag við að síðari leiðin sé farin. Alþjóðlegur dagur lungnabólgunnar er 12. nóvember. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum Lady Health Workers í Haripur-héraði í Pakistan fylgist með andardrætti ungs barns til að greina lungnabólgu. Ljósmynd: Barnaheill - Save the ChildrenNý rannsókn Barnaheilla – Save the Children sem...

Baráttudagur gegn einelti er í dag

Barnaheill – Save the Children á Íslandi undirrita í dag, á baráttudegi gegn einelti, „Þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti“. Undirritunin fer fram í Höfða kl. 12:15. Það er verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem stendur að þessum verkefnum en hana skipa fulltrúar fjármálaráðuneytis,  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  velferðarráðuneytis.Barnaheill – Save the Children á Íslandi undirrita í dag, á baráttudegi gegn einelti, „Þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti“. Undirritunin fer fram í Höfða kl. 12:15. Það er verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem stendur að þessum verkefnum en hana skipa f...

Fötin og sálin urðu óhrein

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi ritaði af því tilefni greinina sem hér fylgir. Hún birtist einnig á visir.isÍ dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi ritaði af því tilefni greinina sem hér fylgir. Hún birtist einnig á visir.isFötin og sálin urðu óhreinLítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo g&oac...

Síhækkandi matvælaverð stefnir lífi 400 þúsund barna í hættu

Barnaheill – Save the Children vara við því að síhækkandi matvælaverð geti stefnt lífi 400 þúsund barna í hættu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar samtakanna. Leiðtogafundur G20 ríkjanna hefst í Cannes í Frakklandi á morgun.Barnaheill – Save the Children vara við því að síhækkandi matvælaverð geti stefnt lífi 400 þúsund barna í hættu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar samtakanna. Leiðtogafundur G20 ríkjanna hefst í Cannes í Frakklandi á morgun.Í rannsókninni skoða Barnaheill – Save the Children sambandið á milli hækkandi matvælaverðs og barnadauða. Niðurstaðan er sú að hækkun á kornverði (40% hækkun fr...

Vertu með í Mjúkdýraleiðangri IKEA, Barnaheilla ? Save the Children og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)

Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember nk. gefur IKEA sjóðurinn (IKEA Foundation) sem nemur einni evru (160 kr.) til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna. Þetta er í áttunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember nk. gefur IKEA sjóðurinn (IKEA Foundation) sem nemur einni evru (160 kr.) til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna. Þetta er í áttunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.Viðskiptavinir IKEA geta, með þátttöku í Mjúkdýraleiðangurinn, staðið vör&...