Fréttir Barnaheilla

Börn í Úkraínu í brýnni þörf fyrir aðstoð

Nú þegar stríð hefur varað í Úkraínu í eitt ár eru tvær af hverjum fimm fjölskyldum í landinu í brýnni þörf fyrir lífsviðurværi og grunnvörur vegna mikils fólksflótta, verðbólgu og atvinnuleysis.

Börn í Sýrlandi skelfingu lostin við að sofa í tjöldum á meðan stormar geisa

Úrhellisrigning og flóð hafa undanfarið valdið miklum skaða í bæði flóttamannabúðum og þorpum víða í norðanverðu Sýrlandi þar sem jarðskjálftar skullu nýlega á og eru börn of óttaslegin til að sofa í tjöldum.

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í dag – sífellt fleiri börn og ungmenni eiga ekki hjól

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag, föstudaginn 24. mars kl. 11:30 í móttökustöð Sorpu á Sævarhöfða. Það var Þorvaldur Daníelsson hjá Hjólakrafti sem afhenti Loga Davíðssyni Lamude, 4 ára, fyrsta hjólið í söfnunina við formlega athöfn. Þorvaldur hvetur þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjólum sem ekki eru í notkun í söfnunina til þeirra barna og ungmenna sem þurfa á þeim að halda.

Árið er 2030 og Íslandi hefur tekist að útrýma fátækt meðal barna.

Ísland er fyrst landa Evrópu til að uppræta með öllu fátækt meðal barna (í landinu) og er þannig fyrirmynd annarra þjóða um að það sé hægt.

Menntunarátak í Níger til að draga úr fólksfjölgun og barnahjónaböndum

Menntunarátak stendur nú yfir í Níger til að auka menntunarmöguleika fyrir stúlkur í þeim tilgangi að hægja á hröðustu mannfjöldaaukningu heims sem er þar í landi. Í Níger er einnig síhækkandi atvinnuleysi ungs fólks og hæsta tíðni barnagiftinga heims.

Upprætum fátækt á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld að setja sér stefnu til að uppræta fátækt á Íslandi. Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi. Fátækt hefur aukist undanfarin ár en árið 2021 bjuggu 12,7% börn við fátækt.

Kjörnefnd Barnaheilla óskar eftir framboðum/tilnefningar til framboðs í stjórn samtakanna

Kjörnefnd Barnaheilla óskar eftir framboðum / tilnefningum til framboðs í stjórn samtakanna. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn sem brenna fyrir velferð og mannréttindum barna. Hægt er að koma tilnefningum til kjörnefndar með því að smella á eftirfarandi hlekk.

Fátækt barna fer vaxandi. Hvorki stefna né áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi

Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7% árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu.

Flügger veitir Barnaheillum styrk

Í dag tóku  Barnaheill - Save the Children á Íslandi á móti styrk að upphæð 72.032 kr. frá Flügger.