Brotið á réttindum flóttabarna

Háskóli Íslands býður upp á frábæran möguleika fyrir ungt fólk að taka þátt og læra vísindaleg vinnubrögð með keppninni Ungir Vísindamenn.

JafnréttiHáskóli Íslands býður upp á frábæran möguleika fyrir ungt fólk að taka þátt og læra vísindaleg vinnubrögð með keppninni Ungir Vísindamenn. Eftir ábendingu og hvatningu ákváðu tvö okkar að taka þátt og rannsaka upplifun flóttabarna á því að leita hingað eftir alþjóðlegri vernd. Í stuttu máli kom það okkur verulega á óvart að almennt var brotið á réttindum barna til menntunar, tómstunda og til að láta skoðanir sínar í ljós. 

Mér varð hugsað til hugmyndar sem ég fékk þegar ég var stödd í Svíþjóð á fundi ungmennasamtaka Save the Children á Norðurlöndum. Þar var mikil umræða um málefni flóttafólks, Barnasáttmálann, kosti hans og galla og fleira. Á fundinum hafði ég punktað hjá mér hvort farið væri eftir öllum réttindum Barnasáttmálans þegar flóttabörn koma til landsins. Við lásum m.a. nýju og gömlu útlendingalögin, barnaverndarlög, stjórnarskrá Íslands og auðvitað Barnasáttmálann ásamt því að taka viðtöl við verkefnastjóra í málefnum hælisleitenda hjá RKÍ og sálfræðing. Þorsteinn Orri Garðarsson gerði myndræn plaköt fyrir okkur um þau réttindi sem gilda þegar börn sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Mikilvægt er að börn sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þekki réttindi sín og geti nálgast upplýsingar um þau. 

Rannsókn okkar miðaði því að því að skoða móttöku flóttabarna, réttarvernd þeirra og meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. Markmið rannsóknarinnar var að upplýsa hvaða réttindi gilda við meðferð mála þegar barn sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. 

Eins og áður sagði komu niðurstöðurnar okkur verulega á óvart. Almennt var brotið á réttindum barna til menntunar og fræðslu sem þau eiga rétt á samkvæmt 28. og 29. grein Barnasáttmálans.Auk þess var börnum undir 15 ára aldri ekki boðið viðtal þar sem þau fengu að tjá skoðanir sínar vegna aldurs- takmarks í lögum.Við viljum að aldurstakmarkið verði fellt úr gildi og horft verði alfarið til þroska barnsins, svo litið sé til 12. og 13. greinar BS. Þá virtist lítið sem ekkert vera í boði fyrir börn sem dvelja á móttökustöð þegar kom að leik, hvíld og tómstundum en samkvæmt 31. grein BS er það réttur þeirra. Umsóknarferillinn um alþjóðlega vernd virðist einnig vera mjög fullorðinsmiðaður og þar má margt bæta. Niðurstaða okkar var a&et