Framtíðardraumar í biðstöðu - óeirði í Keníu valda upplausn í samfélaginu

Mercy 13 áraAlþjóðasamtök Barnaheilla sinna hjálparstarfi í Kenía vegna átakanna sem þar brutust út í kjölfar forsetakosninganna í desember sl.. Samtökin aðstoða þúsundir barna og fjölskyldna þeirra sem flýja hafa þurft heilmili sín vegna óeirða og átaka.

Alþjóðasamtök Barnaheilla sinna hjálparstarfi í Kenía vegna átakanna sem þar brutust út í kjölfar forsetakosninganna í desember sl.. Samtökin aðstoða þúsundir barna og fjölskyldna þeirra sem flýja hafa þurft heilmili sín vegna óeirða og átaka.

Mercy, 13 ára stúlka í Nakuru er ein þeirra, en hún ásamt fjölskyldu sinni þurfti að flýja heimili sitt og dvelur nú í flóttamannabúðum á leikvangi í Nakuru. Mercy á fimm bræður og fjórar systur en ekki komust öll þeirra á leikvanginn með fjölskyldunni.  Tveir bræður Mercy eru í öðrum flóttamannabúðum.,Bræður mínir vissu ekki hvenær við kæmumst í flóttamannabúðirnar í Nakuru svo þeir fóru annarsstaðar í skjól. Ég þekki marga frá þorpinu okkar hér í þessum flóttamannabúðum.  Allir vinir mínir og kennarar þurftu að flýja þorpið okkar”, segir Mercy sorgmædd á svip.Heimabær Mercy er eitt af þeim svæðum sem eru hvað verst úti vegna átaka þjóðarættbálka.

sheltering_minni.jpg,,Þegar slagsmálin hófust flúðum við heimilið okkar, og gistum í kirkju.  Það var aragrúi fólks í kirkjunni, sem öll földu sig frá látunum. Ég var mjög hrædd. Við vorum þar í nokkra daga áður en við komum hingað til Nakuru.  Það var kveikt í húsinu okkar og við gátum því einungis tekið með okkur það sem við gátum borið” útskýrir Mercy þegar hún er spurð út í flutningana.

,,Mér finnst gaman að læra og sakna skólans míns. Uppáhaldsfögin mín eru Kiswhili og vísindi. Þegar ég verð stór vil ég verða læknir. Mér er alveg sama hvar er ég er, ég vil bara halda áfram í skóla” segir Mercy um leið og hún lítur yfir leikvanginn og þann fjölda fólks sem þangað hefur flúið.