Hjólasala Barnaheilla hefst

Nú er úthlutun hjóla lokið og hefst hin árlega hjólasala Barnaheilla - Save the Children á Íslandi n.k. fimmtudag. Þá verða seld afgangshjól á góðu verði til styrktar verkefnum Barnaheilla. Hjólasalan fer fram daganna 13. – 15. maí að Smiðshöfða 7 og eru allir velkomnir að koma og kaupa sér hjól. Bæði fullorðnir og börn. 

Hjólasöfnun Barnaheilla fór fram í tíunda sinn í ár og bárust alls 299 umsóknir um hjól. Hjólum var úthlutað í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga úti um allt land. Mikil ánægja og gleði ríkti við hjólaúthlutunina hjá bæði börnum og foreldrum.

​Hjólasöfnunin hefur mjög breiða skírskotun í lýðheilsu- og samfélagslega þætti þar sem öllum börnum er gert kleift að geta hreyft sig utandyra, bæta úthald og líkamlegan styrk og njóta umhverfisins. Auk þess eflir verkefnið þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu og veitir þeim aukna vellíðan. 

 

Opnunartími er eftirfarandi: 

Fimmtudaginn 13. maí kl. 10-16
Föstudaginn 14. maí kl. 14 - 18
Laugardaginn 15. maí kl. 13-16