Gakktu til liðs við Mjúkdýraleiðangur IKEA, Barnaheilla – Save the Children og UNICEF

soft_toy3Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember nk. gefur Samfélagslegt frumkvæði IKEA sem nemur einni evru til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna. Þetta er í sjöunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.

soft_toy5Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember nk. gefur Samfélagslegt frumkvæði IKEA sem nemur einni evru til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna. Þetta er í sjöunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.

Átakið í ár snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn  og standa þannig vörð um rétt barna til menntunar. Frá upphafi átaksins árið 2003 hafa safnast 22,8 milljónir evra sem bætt hafa líf rúmlega átta milljóna barna í Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Evrópu. Öll 38 IKEA löndin/svæðin bjóða nú viðskiptavinum að taka þátt í leiðangrinum. Með samstilltu átaki viðskiptavina, ríflega 300 IKEA verslana, Barnaheilla – Save the Children og UNICEF verður hægt að halda áfram með menntunarverkefni um allan heim og hefja ný. Vonir standa til þess að framlögin í ári verði um 10 milljónir evra eða sem svarar 15,5 milljörðum króna. Sérstök athygli er vakin á því að vikuna 17.-23. desember mun Mjúkdýraleiðangurinn ná til allra vara í barnadeild IKEA.

Samfélagslegt frumkvæði IKEA var sett á laggirnar árið 2005 og styður samfélagsleg verkefni um allan heim. Markmiðið er að bæta réttindi og tækifæri barna. Aðalsamstarfsaðilarnir eru Barnaheill – Save the Children og UNICEF. Framlag IKEA til þessara hjálparsamtaka er það stærsta sem kemur frá fyrirtæki. Samfélagslegt frumkvæði IKEA styður við ýmis konar verkefni með heildrænni nálgun og það markmið að hafa umtalsverð og varanleg áhrif.

Barnaheill – Save the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Sýn samtakanna er heimur þar sem réttur sérhvers barns til lífs, verndar, þroska og þátttöku er virtur. Markmið samtakanna er  að vekja heiminn til vitundar um stöðu barna og ná fram tafarlausum og ævarandi breytingum í lífi þeirra. Samtökin veita m.a. neyðaraðstoð og vinna að þróunarmálum. Samtökin hjálpa börnum að öðlast hamingjuríka, heilbrigða og örugga æsku með því að tryggja og vernda rétt þeirra til fæðu, skjóls, heilsuverndar, menntunar og lífs án ofbeldis, misnotkunar eða arðráns.