Ný stjórn Barnaheilla

Mynd frá vinstri: Harpa Rut Hilmarsdóttir (formaður), Bjarni Torfi Álfþórsson (varaformaður), Bergrú…
Mynd frá vinstri: Harpa Rut Hilmarsdóttir (formaður), Bjarni Torfi Álfþórsson (varaformaður), Bergrún Íris Sævarsdóttir, Pétur Óli Gíslason, Elísabet Guðmundsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Sólveig Rós Másdóttir og Funi Sigurðsson.

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var haldinn 9. maí síðastliðinn á Nauthól. Formaður samtakanna Harpa Rut Hilmarsdóttir fór yfir ársskýrslu síðastliðins árs auk þess sem framkvæmdastjóri Barnaheilla, Erna Reynisdóttir, kynnti ársreikning 2021 og starfsáætlun ársins í ár. Auk annarra hefðbundinna aðalfundarstarfa lýsti starfsfólk Barnaheilla sem statt er í verkefnisheimsókn í Sierra Leone, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Guðrún Helga Bjarnadóttir stöðu verkefna Barnaheilla í Sierra Leone í gegnum fjarfundarbúnað.

Ný stjórn var auk þess kosin en fráfarandi stjórnarfólki Elísu R. Ingólfsdóttur varaformanni, Guðlaugi Kristmundssyni, Anni Haugen og Unnsteini Manuel Stefánssyni var þakkað kærlega fyrir samstarfið og óeigingjarnt framlag þeirra til samtakanna. Bjarni Torfi Álfþórsson tók við sem nýr varaformaður.

Ný stjórn Barnaheilla 2022-2023 er þannig skipuð:

Formaður:
Harpa Rut Hilmarsdóttir

Varaformaður:
Bjarni Torfi Álfþórsson

Stjórnarfólk:
Brynja Dan Gunnarsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir
Pétur Óli Gíslason
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Varamenn í stjórn:
Funi Sigurðsson
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Sólveig Rós Másdóttir

Ársskýrsla og ársreikningur Barnaheilla eru nú aðgengileg á vef samtakanna, www.barnaheill.is.