Ríkislögreglustjóri tekur við ábendingum

Frá BlaðamannafundiBarnaheill og ríkislögreglustjóri hafa gert með sér samning um að framvegis fari ábendingar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu beint til ríkislögreglustjóra.

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa starfrækt ábendingalínu frá árinu 2001 þar sem fólk getur komið fram með upplýsingar ef það verður vart við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Netinu.

Barnaheill og ríkislögreglustjóri hafa gert með sér samning um að framvegis fari ábendingar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu beint til ríkislögreglustjóra.

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa starfrækt ábendingalínu frá árinu 2001 þar sem fólk getur komið fram með upplýsingar ef það verður vart við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Netinu.

Er það hluti af verkefni Barnaheilla "Stöðvum barnaklám á Netinu" sem styrkt hefur verið af ESB. Nú eru Barnaheill og ríkislögreglustjóri að undirrita samning um að slíkar ábendingar fari framvegis beint til ríkislögreglustjóra.

 

Frá október 2001 og til loka ársins 2008 bárust 4.067 ábendingar og þar af voru 1.376, eða 34%, um efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Frá því að ábendingalínan hóf starfsemi sína hafa starfsmenn Barnaheilla tekið við ábendingunum, metið efnið, fundið út hvar það er vistað og sent upplýsingarnar áfram til samstarfsaðila erlendis eða til ríklögreglustjóra.

 

„Þar sem um er að ræða glæpi gegn börnum og ólöglegt efni sem oft krefst lögreglurannsóknar finnst okkur hjá Barnaheillum eðlilegra að skoðun ábendinga sé í höndum embættis ríkislögreglustjóra. Því hafa Barnaheill og ríkislögreglustjóri gert með sér samning um að ábendingar sem koma til okkar fari framvegis beint til ríkislögreglustjóra en við munum áfram vera með ábendingahnapp á vefsíðu okkar," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.

 

Barnaheill og SAFT, verkefni Heimilis og skóla, mun áfram sinna fræðslu og upplýsa  almenning, lögreglu, löggjafann, netþjónustuaðila, barnaverndaryfirvöld og stjórnavöld um mikilvægi þess að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi á Netinu. Samvinna allra þessara aðila er mikilvæg til að stemma stigu við slíku efni og er  liður í baráttunni gegn ofbeldi á börnum.

 

Endurnýjuð aðgerðaráætlun ESB 2009-2013 um netöryggi gerir ráð fyrir að ábendingalínan, ásamt vakningarátaksverkefnum og hjálparlínu http://www.netsvar.is/ verði felld undir netöryggismiðstöðvar í hverju landi. Verkefnastjórn netöryggismiðstöðvar á Íslandi er í höndum SAFT verkefnisins. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins fyrir Íslands hönd. Heimili og skóli er í því samhengi í samstarfi við önnur lönd í Evr&oa